Viðskipti innlent

Landsvirkjun er nú hjá Vodafone

Hörður Arnarson, forstjóri Lanadsvirkjunar, og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone á Íslandi.
Hörður Arnarson, forstjóri Lanadsvirkjunar, og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone á Íslandi.

Landsvirkjun hefur samið við Vodafone um að annast alla almenna fjarskipta­þjónustu fyrir félagið og dóttur­félögin Landsnet og Landsvirkjun Power næstu fjögur árin. Samningurinn var gerður að undangengnu fyrsta útboði Landsvirkjunar á fjarskiptaþjónustu fyrir félagið.

„Þjónusta Vodafone nær til fastlínusímtala, GSM-þjónustu og gagnanetstenginga. Landsvirkjun lækkar fjarskipta­kostnað sinn umtalsvert með útboðinu," að því er fram kemur í tilkynningu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, undirrituðu samninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×