Viðskipti innlent

Steypustöðin tekin úr formlegu söluferli

Íslandsbanki hefur tekið Steypustöðina úr söluferli.
Íslandsbanki hefur tekið Steypustöðina úr söluferli.

Steypustöðin ehf. hefur verið tekin úr formlegu söluferli en það var Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, sem sá um söluferlið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðengi.

Þar segir að samtals tuttugu aðilar hafi skilað inn trúnaðaryfirlýsingum og fengu afhent kynningargögn um félagið. Fimm aðilar skiluðu inn óskuldbindandi tilboðum og var tilboði hæstbjóðanda hafnað.

Söluferlinu er því lokið en eignarhluturinn er auglýstur áfram til sölu á heimasíðu Miðengis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×