Viðskipti innlent

Franski svikamiðlarinn: Hegðaði mér eins og algjör hálfviti

Jérôme Kerviel verðbréfamiðlari.
Jérôme Kerviel verðbréfamiðlari.
Verðbréfamiðlari sem tapaði fyrir hönd franska bankans Société Générale 164,5 milljöðrum evra sagði við réttarhöld að hann hafi hagað sér eins og "algjör hálfviti", þegar hann hætti milljöðrum evra á hlutabréfamarkaði.

En verðbréfamiðlarinn Jérôme Kerviel heldur því fram að það hafi verið viðtekin venja hjá miðlurum bankans að taka stöður á markaði sem voru stærri en reglur bankans leyfðu, segir í frétt Timesonline.

Hans einu mistök voru að hann tók stærri stöður á markaði en samstarfsmenn hans, sagði hann við réttarhöldin í Frakklandi.

Kerviel, sem er 33 ára, á yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist, verði hann fundinn sekur og sekt upp á 375 þúsund evrur.

Þess er vænst að réttarhöldin vari í þrjár vikur.

Kerviel tók stórar stöður á markaði, að fjárhæð 50 milljarða evra, sem er 400 sinnum meira en reglur bankans leyfa.

Þegar upp komst um stöðurnar í janúar 2008 tilkynnti bankinn um 4,9 milljarða evra tap.

Kerviel fullyrðir að yfirmenn hans hafi vitað af stöðutökunum og hvatt hann til að halda þeim áfram. Hann segist ekki hafa falið þessi viðskipti sín.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×