Viðskipti innlent

Virði útfluttra sjávarafurða 209 milljarðar árið 2009

Sjávariðnaðurinn er gríðarlega skuldsettur samkvæmt skýrslu Íslandsbanka..
Sjávariðnaðurinn er gríðarlega skuldsettur samkvæmt skýrslu Íslandsbanka..

Virði útfluttra sjávarafurða árið 2009 var 209 milljarðar króna sem er um 42% af heildarvirði alls útflutnings frá landinu samkvæmt skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveg á Íslandi. Þar kemur einnig fram að boðuð fyrningarleið í sjávarútvegi muni hafa þungbær áhrif á greinina.

Hún hefði neikvæð áhrif á verðmæti aflaheimilda og þar af leiðandi á efnahag fyrirtækjanna.

Fyrning hefði jafnframt áhrif á rekstur þeirra þar sem gert er ráð fyrir að fyrirtækin leigi aflaheimildir aftur gegn gjaldi. Ljóst er að lán til sjávarútvegs vega þungt í efnahagsreikningum hinna endurreistu banka.

Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja eru gríðarlegar en þær voru 465 milljarðar króna í lok árs 2008.

Aftur á móti hafa handhafar um 64 prósent aflaheimilda forsendur til að standast skuldbindingar sínar samkvæmt greiningu á stöðu 50 stærstu fyrirtækja í greininni samkvæmt skýrslu Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×