Hópur fjárfesta kaupir ALP bílaleiguna 8. júní 2010 08:21 Samningar hafa tekist um að nýir eigendur eignist bílaleiguna ALP ehf. með yfirtöku skulda og kaupum á nýju hlutafé, en viðskiptin marka lokin á endurskipulagningu félagsins. Samningar eru gerðir með fyrirvara um endanlegt samþykki alþjóðlegu bílaleigufyrirtækjanna AVIS og Budget um tilfærslu á leyfi til nýrra eigenda.Í tilkynningu segir að opið söluferli hófst 26. mars sl. og hefur Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka annast ferlið fyrir hönd ALP og kröfuhafa félagsins. Fjögur tilboð bárust í félagið með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og skiluðu allir þeir aðilar skuldbindandi tilboðum að lokinni áreiðanleikakönnun.Endanleg tilboð voru opnuð þann 7. maí sl. í viðurvist óháðs eftirlitsaðila sem staðfesti efnisinnihald tilboðanna. Á grundvelli tilboðanna var gengið til viðræðna við hæstbjóðendur.Kaupendahópurinn samanstendur bæði af reyndum fjárfestum og aðilum með breiða þekkingu á starfsemi félagsins. Hópinn skipa þeir Vilhjálmur Sigurðsson núverandi sölu- markaðsstjóri ALP ehf., Þorsteinn Þorgeirsson núverandi flotastjóri ALP ehf., Hjálmar Pétursson fyrrum framkvæmdarstjóri ALP, Ársæll Hreiðarsson og Ingi Guðjónsson. Fyrirtækjaráðgjöf Auðar Capital var ráðgjafi kaupenda.,,Sá hópur sem kemur að Alp núna þekkir félagið og rekstur þess mjög vel. Við sáum mikil tækifæri í Alp ehf. enda er markaðsstaða félagsins mjög sterk og vörumerki þess með þeim þekktustu í heimi," segir Hjálmar Pétursson, nýr hluthafi í ALP ehf.„Eins og allir vita hefur ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi verið í mikilli sókn á síðustu árum og trúum við því að sú sókn muni halda áfram af sama krafti þrátt fyrir tímabundna erfiðleika síðustu vikur. Við teljum að með því góða starfsfólki sem starfar hjá félaginu sé framtíð þess björt og möguleikar til vaxtar miklir. Við erum mjög ánægðir með kaupin og við hlökkum til að takast á við komandi verkefni og byggja upp enn öflugra félag til framtíðar." Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Samningar hafa tekist um að nýir eigendur eignist bílaleiguna ALP ehf. með yfirtöku skulda og kaupum á nýju hlutafé, en viðskiptin marka lokin á endurskipulagningu félagsins. Samningar eru gerðir með fyrirvara um endanlegt samþykki alþjóðlegu bílaleigufyrirtækjanna AVIS og Budget um tilfærslu á leyfi til nýrra eigenda.Í tilkynningu segir að opið söluferli hófst 26. mars sl. og hefur Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka annast ferlið fyrir hönd ALP og kröfuhafa félagsins. Fjögur tilboð bárust í félagið með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og skiluðu allir þeir aðilar skuldbindandi tilboðum að lokinni áreiðanleikakönnun.Endanleg tilboð voru opnuð þann 7. maí sl. í viðurvist óháðs eftirlitsaðila sem staðfesti efnisinnihald tilboðanna. Á grundvelli tilboðanna var gengið til viðræðna við hæstbjóðendur.Kaupendahópurinn samanstendur bæði af reyndum fjárfestum og aðilum með breiða þekkingu á starfsemi félagsins. Hópinn skipa þeir Vilhjálmur Sigurðsson núverandi sölu- markaðsstjóri ALP ehf., Þorsteinn Þorgeirsson núverandi flotastjóri ALP ehf., Hjálmar Pétursson fyrrum framkvæmdarstjóri ALP, Ársæll Hreiðarsson og Ingi Guðjónsson. Fyrirtækjaráðgjöf Auðar Capital var ráðgjafi kaupenda.,,Sá hópur sem kemur að Alp núna þekkir félagið og rekstur þess mjög vel. Við sáum mikil tækifæri í Alp ehf. enda er markaðsstaða félagsins mjög sterk og vörumerki þess með þeim þekktustu í heimi," segir Hjálmar Pétursson, nýr hluthafi í ALP ehf.„Eins og allir vita hefur ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi verið í mikilli sókn á síðustu árum og trúum við því að sú sókn muni halda áfram af sama krafti þrátt fyrir tímabundna erfiðleika síðustu vikur. Við teljum að með því góða starfsfólki sem starfar hjá félaginu sé framtíð þess björt og möguleikar til vaxtar miklir. Við erum mjög ánægðir með kaupin og við hlökkum til að takast á við komandi verkefni og byggja upp enn öflugra félag til framtíðar."
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira