Viðskipti innlent

Hallinn á rekstri hins opinbera eykst

Á fyrsta ársfjórðungi ársins var hið opinbera var rekið með 24,2 milljarða króna tekjuhalla samanborið við 23,9 milljarða króna tekjuhalla á sama tíma 2009.

Sem hlutfall af landsframleiðslu ársfjórðungsins mældist tekjuhallinn 6,4% af VLF og sem hlutfall af tekjum hins opinbera 14,8%. Á sama ársfjórðungi 2009 mældist tekjuafkoma 6,8% af landsframleiðslu og 15,4% af tekjum hins opinbera.

Þetta kemur fram í Hagtíðindum í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um fjármál hins opinbera á 1. ársfjórðungi 2010 sem birt hafa verið á vefsíðu Hagstofunnar.

Þar segir að heildartekjur hins opinbera, sem námu 163,8 milljörðum króna á 1. ársfjórðungi 2010 samanborið við 154,6 milljarða króna á sama tíma 2009, hækkuðu um ríflega 9% milli ára.

Á sama tíma jukust heildarútgjöld hins opinbera um 5,4% milli ársfjórðunganna eða úr 178,5 milljörðum króna 2009 í 188,1 milljarða króna 2010.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×