Viðskipti innlent

Jón Ásgeir búinn að skila eignalistanum

Jón Ásgeir fer í fangelsi ef hann skilar ekki inn tæmandi lista yfir eignir sínar.
Jón Ásgeir fer í fangelsi ef hann skilar ekki inn tæmandi lista yfir eignir sínar.

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur skilað inn lista hjá breskum dómstólum sem inniheldur skrá yfir eignir hans.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Það var slitastjórn Glitnis sem krafðist þess að Jón Ásgeir skilaði listanum en hann átti að skila honum 17. maí síðastliðinn.

Formaður slitastjórnar, Steinunn Guðbjartsdóttir, hefur ekki viljað staðfesta hvort Jón Ásgeir hafi skilað listanum.

Fram kom í fréttum á sínum tíma að Jón Ásgeir gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm ef hann skilaði ekki tæmandi lista yfir eignir sínar.

Slitastjórn Glitnis krefur hann og viðskiptafélaga hans um ríflega 250 milljarða króna í skaðabætur. Slitastjórnin vill meina að Jón og félagar hafi mergsogið Glitni að innan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×