Viðskipti innlent

Fé flæðir af bankareikningum yfir í ríkistryggðar lausnir

Fé flæðir nú út af bankareikningum og yfir í ríkistryggð skuldabréf að því er segir í vikulegum Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa.

Í Markaðsfréttum segir að löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,4% í vikunni og stutt verðtryggð bréf hækkuðu um 0,88%. Löng óverðtryggð bréf hækkuðu um 1,07%.

„Það var því mikil hækkun á öllum ríkistryggðum bréfum. Eftirspurnin er mikil og stöðug og mjög líklegt að nú sé að flæða út af bankareikningum og inn í ríkistryggðar lausnir. Trúlegt er að þetta flæði haldi áfram," segir í Markaðsfréttunum.

„Á föstudaginn var útboð í tveimur óverðtryggðum flokkum. Annars vegar bréf með gjalddaga 2011 og hins vegar bréf með gjalddaga 2025. Það var mikil eftirspurn en frekar litlu tekið eða um 20% af því sem beðið var um í styttri flokknum og um 30% í lengri flokknum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×