Viðskipti innlent

Færeysk félög inn og út úr úrvalsvísitölunni

Kauphöllin tilkynnti í dag niðurstöður endurskoðunar á OMX Iceland 6 úrvalsvísitölunni sem gerð er tvisvar á ári. Endurskoðuð samsetning tekur gildi 1. júlí 2010.

Ein breyting verður gerð á samsetningu OMXI6 vísitölunnar, Eik Banki P/F kemur inn nýtt fyrirtækja, en Atlantic Airways P/F verður tekið úr vísitölunni.

OMX Iceland 6 vísitalan er Úrvalsvísitala Kauphallarinnar. Vísitalan er samsett af þeim 6 félögum sem mest viðskipti eru með í Kauphöllinni.

Vísitalan hentar vel sem grunnur fyrir fjármálagerninga af ýmsu tagi og sem viðmiðunarvísitala fyrir sjóði. Vægi félaga í OMX Iceland 6 vísitölunni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði og er samsetning hennar endurskoðuð tvisvar á ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×