Milljarða samningur við Seðlabanka Kína 9. júní 2010 06:00 Seðlabankar Íslands og Kína kynna í dag gjaldeyrisskiptasamning sín á milli upp á nokkra tugi milljarða króna, samkvæmt heimildum blaðsins. Frá því var greint í gær að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Hu Xiaolian, aðstoðarseðlabankastjóri Kína, myndu skrifa undir samning bankanna í utanríkisráðuneytinu laust eftir klukkan níu árdegis. Markmið samningsins mun vera að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands, en samningar sem þessi ganga út á að erlendur banki lætur af hendi gjaldeyri gegn greiðslu í krónum. Seðlabanki Íslands hefur ekki gert gjaldeyrisskiptasamning við erlendan seðlabanka frá því fyrir hrun. Síðast var slíkur samningur gerður við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í maí 2008. Þeir samningar voru alls upp á 1,5 milljarða evra, eða 500 milljónir evra frá hverjum banka. Haustið 2008 gerði Seðlabanki Bandaríkjanna svo viðlíka gjaldeyrisskiptasamninga við norrænu bankana en ekki þann íslenska, þó að eftir því væri leitað. Kínverjar eru sagðir hafa verið jákvæðir í garð Íslendinga frá hruni og meðal annars stutt landið á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Með samningi við Seðlabanka Íslands nú vilji þeir sýna stuðning sinn í verki. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að samningurinn bæti aðgengi Seðlabankans, og íslenska hagkerfisins í heild, að gjaldeyri, sem leitað hafi verið eftir að undanförnu. Samningurinn liðki jafnframt fyrir viðskiptum við Kínverja. Gylfi segir hægt að túlka samninginn sem traustsyfirlýsingu frá stórveldinu Kína. „Já, ég lít svo á að þetta endurspegli mat þeirra á stöðu mála hér. Það mat er augljóslega að þeir treysta sér í svona samningsgerð." Samningarnir eru undirritaðir í tilefni af komu He Guoqiang, flokksritara í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins, hingað til lands. Hann mun funda með forseta Íslands, forsætis- og utanríkisráðherra. Eins mun hann undirrita viljayfirlýsingu við Landsvirkjun um þátttöku í útboðum um virkjanir á Íslandi og samning við Enex Kína um áframhaldandi samstarf um hitaveitur í Kína. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Seðlabankar Íslands og Kína kynna í dag gjaldeyrisskiptasamning sín á milli upp á nokkra tugi milljarða króna, samkvæmt heimildum blaðsins. Frá því var greint í gær að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Hu Xiaolian, aðstoðarseðlabankastjóri Kína, myndu skrifa undir samning bankanna í utanríkisráðuneytinu laust eftir klukkan níu árdegis. Markmið samningsins mun vera að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands, en samningar sem þessi ganga út á að erlendur banki lætur af hendi gjaldeyri gegn greiðslu í krónum. Seðlabanki Íslands hefur ekki gert gjaldeyrisskiptasamning við erlendan seðlabanka frá því fyrir hrun. Síðast var slíkur samningur gerður við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í maí 2008. Þeir samningar voru alls upp á 1,5 milljarða evra, eða 500 milljónir evra frá hverjum banka. Haustið 2008 gerði Seðlabanki Bandaríkjanna svo viðlíka gjaldeyrisskiptasamninga við norrænu bankana en ekki þann íslenska, þó að eftir því væri leitað. Kínverjar eru sagðir hafa verið jákvæðir í garð Íslendinga frá hruni og meðal annars stutt landið á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Með samningi við Seðlabanka Íslands nú vilji þeir sýna stuðning sinn í verki. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að samningurinn bæti aðgengi Seðlabankans, og íslenska hagkerfisins í heild, að gjaldeyri, sem leitað hafi verið eftir að undanförnu. Samningurinn liðki jafnframt fyrir viðskiptum við Kínverja. Gylfi segir hægt að túlka samninginn sem traustsyfirlýsingu frá stórveldinu Kína. „Já, ég lít svo á að þetta endurspegli mat þeirra á stöðu mála hér. Það mat er augljóslega að þeir treysta sér í svona samningsgerð." Samningarnir eru undirritaðir í tilefni af komu He Guoqiang, flokksritara í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins, hingað til lands. Hann mun funda með forseta Íslands, forsætis- og utanríkisráðherra. Eins mun hann undirrita viljayfirlýsingu við Landsvirkjun um þátttöku í útboðum um virkjanir á Íslandi og samning við Enex Kína um áframhaldandi samstarf um hitaveitur í Kína.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira