Milljarða samningur við Seðlabanka Kína 9. júní 2010 06:00 Seðlabankar Íslands og Kína kynna í dag gjaldeyrisskiptasamning sín á milli upp á nokkra tugi milljarða króna, samkvæmt heimildum blaðsins. Frá því var greint í gær að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Hu Xiaolian, aðstoðarseðlabankastjóri Kína, myndu skrifa undir samning bankanna í utanríkisráðuneytinu laust eftir klukkan níu árdegis. Markmið samningsins mun vera að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands, en samningar sem þessi ganga út á að erlendur banki lætur af hendi gjaldeyri gegn greiðslu í krónum. Seðlabanki Íslands hefur ekki gert gjaldeyrisskiptasamning við erlendan seðlabanka frá því fyrir hrun. Síðast var slíkur samningur gerður við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í maí 2008. Þeir samningar voru alls upp á 1,5 milljarða evra, eða 500 milljónir evra frá hverjum banka. Haustið 2008 gerði Seðlabanki Bandaríkjanna svo viðlíka gjaldeyrisskiptasamninga við norrænu bankana en ekki þann íslenska, þó að eftir því væri leitað. Kínverjar eru sagðir hafa verið jákvæðir í garð Íslendinga frá hruni og meðal annars stutt landið á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Með samningi við Seðlabanka Íslands nú vilji þeir sýna stuðning sinn í verki. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að samningurinn bæti aðgengi Seðlabankans, og íslenska hagkerfisins í heild, að gjaldeyri, sem leitað hafi verið eftir að undanförnu. Samningurinn liðki jafnframt fyrir viðskiptum við Kínverja. Gylfi segir hægt að túlka samninginn sem traustsyfirlýsingu frá stórveldinu Kína. „Já, ég lít svo á að þetta endurspegli mat þeirra á stöðu mála hér. Það mat er augljóslega að þeir treysta sér í svona samningsgerð." Samningarnir eru undirritaðir í tilefni af komu He Guoqiang, flokksritara í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins, hingað til lands. Hann mun funda með forseta Íslands, forsætis- og utanríkisráðherra. Eins mun hann undirrita viljayfirlýsingu við Landsvirkjun um þátttöku í útboðum um virkjanir á Íslandi og samning við Enex Kína um áframhaldandi samstarf um hitaveitur í Kína. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Seðlabankar Íslands og Kína kynna í dag gjaldeyrisskiptasamning sín á milli upp á nokkra tugi milljarða króna, samkvæmt heimildum blaðsins. Frá því var greint í gær að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Hu Xiaolian, aðstoðarseðlabankastjóri Kína, myndu skrifa undir samning bankanna í utanríkisráðuneytinu laust eftir klukkan níu árdegis. Markmið samningsins mun vera að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands, en samningar sem þessi ganga út á að erlendur banki lætur af hendi gjaldeyri gegn greiðslu í krónum. Seðlabanki Íslands hefur ekki gert gjaldeyrisskiptasamning við erlendan seðlabanka frá því fyrir hrun. Síðast var slíkur samningur gerður við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í maí 2008. Þeir samningar voru alls upp á 1,5 milljarða evra, eða 500 milljónir evra frá hverjum banka. Haustið 2008 gerði Seðlabanki Bandaríkjanna svo viðlíka gjaldeyrisskiptasamninga við norrænu bankana en ekki þann íslenska, þó að eftir því væri leitað. Kínverjar eru sagðir hafa verið jákvæðir í garð Íslendinga frá hruni og meðal annars stutt landið á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Með samningi við Seðlabanka Íslands nú vilji þeir sýna stuðning sinn í verki. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að samningurinn bæti aðgengi Seðlabankans, og íslenska hagkerfisins í heild, að gjaldeyri, sem leitað hafi verið eftir að undanförnu. Samningurinn liðki jafnframt fyrir viðskiptum við Kínverja. Gylfi segir hægt að túlka samninginn sem traustsyfirlýsingu frá stórveldinu Kína. „Já, ég lít svo á að þetta endurspegli mat þeirra á stöðu mála hér. Það mat er augljóslega að þeir treysta sér í svona samningsgerð." Samningarnir eru undirritaðir í tilefni af komu He Guoqiang, flokksritara í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins, hingað til lands. Hann mun funda með forseta Íslands, forsætis- og utanríkisráðherra. Eins mun hann undirrita viljayfirlýsingu við Landsvirkjun um þátttöku í útboðum um virkjanir á Íslandi og samning við Enex Kína um áframhaldandi samstarf um hitaveitur í Kína.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira