Viðskipti innlent

Kaupþingsstjórnendur sem sæta glæparannsókn krefjast launa

Ingólfur Helgason, t.h. í lögreglufygld.
Ingólfur Helgason, t.h. í lögreglufygld.

Launakrafa lykilstjórnenda Kaupþings var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Um er að ræða kröfu fyrrverandi forstjóra bankans á Íslandi, Ingólfs Helgasonar, en hann krefst 81,6 milljóna króna.

Þá var mál Steingríms P. Kárasonar einnig þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann krefur þrotabú Kaupþings um 24,8 milljóna króna.

Þeir eiga fleira sameiginlegt en kröfu í þrotabú bankans en báðir voru þeir handteknir í byrjun maí vegna rannsóknar sérstaks saksóknara. Þá voru þeir úrskurðaðir í farbann vegna rannsóknarhagsmuna.

Á sama tíma sættu þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Haviland banka í Lúxemborg, báðir gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Auk Steingríms og Ingólfs gerir Guðný Arna Sveinsdóttir kröfu upp á 12,1 milljón í þrotabúið. Það mál var einnig þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Enn á eftir að taka fyrir launakröfu Sigurðar Einarssonar, sem er eftirlýstur af Interpol. Hann krefst alls 244 milljóna króna úr þrotabúinu. Samanlagt krefjast þessir fjórir lykilstarfsmenn rúmlega 360 milljónir króna fyrir störf sín hjá Kaupþingi en gjaldþrot bankans er þriðja stærsta bankagjaldþrot sögunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×