Viðskipti innlent

Kínasamningur hærri en nemur utanríkisviðskiptum landanna

"Þessi samningur er 66 milljarðar þannig að hann getur í prinsippinu fjármagnað öll þessi viðskipti og gott betur og ég held að það séu allar forsendur fyrir því að viðskiptin aukist í framhaldinu og þessi samningur sé að einhverju leiti lóð á þá vogarskál," segir Már.
"Þessi samningur er 66 milljarðar þannig að hann getur í prinsippinu fjármagnað öll þessi viðskipti og gott betur og ég held að það séu allar forsendur fyrir því að viðskiptin aukist í framhaldinu og þessi samningur sé að einhverju leiti lóð á þá vogarskál," segir Már.

Fjárhæð gjaldmiðlaskiptasamningsins milli seðlabanka Íslands og Kína er hærri en sem nemur verðmæti utanríkisviðskipta landanna í fyrra. Á síðasta ári nam innflutningur á vörum frá Kína rúmum tuttugu milljörðum króna, eða um 5% af heildarinnflutningi.

Útflutningur til Kína nam 11 milljörðum króna.

Seðlabankastjóri segir að allar forsendur séu fyrir því að viðskiptin aukist í framhaldinu.

Samkomulagið á sér langan aðdraganda en fljótlega eftir hrunið hófust samskipti milli yfirvalda á Íslandi og í Kína um það hvernig Kínverjar gætu stutt við Ísland.

Gjaldmiðlaskiptasamningur sem þessi skapar möguleika á því að fjármagna utanríkisviðskipti landanna án þess að notuð sé skiptanleg mynt, bandaríkjadalur eða evra. Það getur sparað notkun á gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands.

"Þannig gætum við greitt fyrir innflutning frá Kína í krónum í gegnum þennan samning en svo verður það bara að koma í ljós hversu mikil þörf er fyrir það. Almennt á þetta að geta eflt viðskiptin, en síðast en ekki síst þá byggir þetta upp samband og traust sem getur haldið áfram á margvíslegum sviðum," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.

Innflutningur á vörum frá Kína nam rúmum tuttugu milljörðum króna á síðasta ári, eða um 5% af heildarinnflutningi. Útflutningur til Kína nam 11 milljörðum króna.

"Þessi samningur er 66 milljarðar þannig að hann getur í prinsippinu fjármagnað öll þessi viðskipti og gott betur og ég held að það séu allar forsendur fyrir því að viðskiptin aukist í framhaldinu og þessi samningur sé að einhverju leiti lóð á þá vogarskál," segir Már.

Már segir að samningurinn skapi aukna möguleika á hinum ýmsu sviðum viðskipta, meðal annars í orkumálum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×