Viðskipti innlent

Gullkýrin Iceland Foods stendur undir fjórðungi af Icesave

Breska verslunarkeðjan Iceland Foods Group skilaði methagnaði á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. Hagnaðurinn jókst um rúmlega 19% og nam 135,4 milljónum punda eða um 25,5 milljörðum kr. fyrir skatta.
Breska verslunarkeðjan Iceland Foods Group skilaði methagnaði á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. Hagnaðurinn jókst um rúmlega 19% og nam 135,4 milljónum punda eða um 25,5 milljörðum kr. fyrir skatta.

Breska verslunarkeðjan Iceland Foods hefur löngum verið kölluð gullkýrin í eignasafni skilanefndar Landsbankans. Reikna má út að Iceland ein og sér standi undir um fjórðungi af Icesave skuld Íslendinga.

Íslenskir aðilar eiga megnið af Iceland Foods Group. Eignarhlutur Íslendinga skiptist þannig að 40% eru í eigu skilanefndar Landsbankans, 29% í eigu Styttu og raunar á leið í hendur skilanefndar Landsbankans og skilanefnd Glitis heldur á 10% hlut. Samtals nemur eignarhluturinn því 79%.

Breska verslunarkeðjan Iceland Foods Group skilaði methagnaði á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. Hagnaðurinn jókst um rúmlega 19% og nam 135,4 milljónum punda eða um 25,5 milljörðum kr. fyrir skatta.

Við að reikna út verðmæti fyrirtækis eru til tvær þumalputtreglur til að meta það gróflega. Annarsvegar má margfalda hagnað með stuðlinum 7 til 10 og hinsvegar má margfalda EBITDA með stuðlinum 6.

Í tilviki Iceland kemur svipuð tala upp í báðum tilvikum eða um 1.150 milljónir punda miðað við tölur í síðasta ársuppgjöri Iceland. Hlutur Landsbankans er því um 800 milljónir punda eða fjórðungur af þeim 3,2 milljörðum punda sem Icesaveskuldin nemur.

Á sama hátt má segja að hlutur skilanefndar Glitnis sé 115 milljóna punda eða tæplega 22 milljarða kr. virði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×