Viðskipti innlent

Farþegum Icelandair fjölgaði um 2%

Seldum hótel herbergjum fækkaði um 9% á þessu tímabili hjá hótelum sem Icelandair Group rekur.
Seldum hótel herbergjum fækkaði um 9% á þessu tímabili hjá hótelum sem Icelandair Group rekur.
Þrátt fyrir eldgosið í Eyjafjallajökli hefur farþegum flugfélagsins Icelandair fjölgað um 2% í maí á milli ára og sætanýting batnaði, samkvæmt frétt frá Icelandair.

Fjöldi farþega í maí nam 110.740.

Sætanýting Icelandair var 75,8% í maí samanborið við 73,4% á sama tíma fyrir ári.

Rekstur Flugfélags Íslands gekk ekki eins vel. Fjöldi farþega flugsfélagsins lækkaði um 33% í maímánuði á milli ára.

Seldum hótel herbergjum fækkaði um 9% á þessu tímabili hjá hótelum sem Icelandair Group rekur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×