Fleiri fréttir

Kaupþing endurheimtir rúmlega 8 milljarða frá ADP

Skilanefnd Kaupþings hefur endurheimt samtals 40 milljónir punda eða rúmlega 8 milljarða kr. af lánum sínum til Associated Dental Practises (ADP). Þetta kemur fram í uppfærðri skýrslu Kaupþings til kröfuhafa bankans.

Margt á huldu um eignasölu Saxbyggs við hrun

Einar Gautur Steingrímsson, skiptastjóri fjárfestingar­félagsins Saxbyggs, skoðar nú hvort sanngjarnt verð hafi verið greitt fyrir rúman tug fasteignaverkefna úr búi félagsins í Lundúnum og í Berlín í kringum hrun bankanna í fyrra.

Saga Capital skipt í tvennt

Breið samstaða var um endurskipulagningu fjárfestingarbankans Saga Capital á hluthafafundi bankans á föstudag.

Á fimmta tug mála á borði sérstaks saksóknara

Á fimmta tug mála sem tengjast hruni bankanna er nú á borði sérstaks saksóknara. Þá hefur fjöldi kæra til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra nærri tvöfaldast á tveimur árum.

Lánin notuð til að kom í veg fyrir greiðsluþrot

Það hefur alltaf legið fyrir að lánin frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum fari í að standa undir öðrum erlendum lánum, segir Gunnar Tómasson, hagfræðingur. Hann segir að lánin fari ekki í að byggja upp gjaldeyrisvarasjóðinn - heldur í að koma í veg fyrir greiðsluþrot.

Verktakar þola ekki meiri samdrátt

Forstjóri verktakafyrirtækis segir verktaka í jarðvinnu- og byggingariðnaði ekki þola meiri samdrátt. Hann biðlar til stjórnvalda og hvetur þau til að hefja arðbærar framkvæmdir.

Gróf mismunun á milli tekjuhópa

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ segir að það sé mikill og alvarlegur misskilningur hjá þingmönnum stjórnarmeirihlutans að stilla þrepaskiptum skatti og verðtryggingu persónuafsláttar upp sem valkosti sem útiloki hvorn annan.

Höfuðstöðvarnar fluttar til að liðka fyrir samningum

Líklegt er að höfuðstöðvar HS Orku í Reykjanesbæ verði fluttar til Grindavíkur til að liðka fyrir samningum um orkuöflun í landi sveitarfélagsins. Þetta fullyrða Víkurfréttir, aðal fréttarit Suðurnesja.

Björgólfur Thor stígi til hliðar

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill að Björgólfur Thor Björgólfsson stígi til hliðar þegar kemur að uppbyggingu Verne Holding á gagnaveri á Suðurnesjum.

Lausn Icesave deilunnar skilyrði erlendra banka

Icesave skuldin mun standa í 285 milljörðum króna í lok árs 2015 miðað við að níutíu prósent af eignum gamla Landsbankans endurheimtist, að mati Seðlabankans. Áform stórra erlendra banka um að opna erlenda fjármálamarkaði fyrir lántöku Íslendinga eru háð lausn Icesave deilunnar.

Iðnaðarráðherra vinnur í samræmi við lög

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson, segir það vera sérkennilegt hversu margir reyni nú að gera aðkomu Verne Holding að uppbyggingu gagnavers á Suðurnesjum tortryggilega. „Grátlegt er að sjá í hvaða farveg umræða um málið er að falla,“ segir framkvæmdastjórinn. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna.

Smábátaútgerð með 5,3 milljarða skuldir

Einkahlutafélagið Nóna, sem gerir út tvo smábáta frá Höfn í Hornafirði, skuldaði 5,3 milljarða króna í árslok 2008. Í ársreikningi félagsins má lesa að skammtímaskuldir við lánastofnanir félagsins, sem greiða þarf á þessu ári, námu 4,2 milljörðum króna. Útgerðin er dótturfyrirtæki útgerðarrisans Skinneyjar-Þinganess sem á 98 prósent í fyrirtækinu.

Höfðu betur í einu máli af tveimur

Gaumur, eignarhaldsfélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans, þurfti ekki að færa tæpar 670 milljónir króna sem vantalinn söluhagnað árið 1999 í tengslum við makaskiptaviðskipti á eignahlutum í Bónus og Hagkaupum árið á undan. Þetta er niðurstaða sem Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í gær þegar hann felldi rúmlega tveggja ára gamlan úrskurð yfirskattanefndar um vantalninguna úr gildi.

Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 150 milljónir

Samkeppniseftirlitið hefur í ákvörðun sinni í dag komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi gerst brotlegur við skilyrði sem eftirlitið setti honum í fyrri ákvörðun og þannig raskað með alvarlegum hætti samkeppni frá minni keppinautum. Leggur Samkeppniseftirlitið 150 milljón kr. sekt á Símann.

Héraðsdómur dæmdi Gaumi í vil

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð yfirskattanefndar í máli gegn eignarhaldsfélaginu Gaumi, sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar í Bónus og fjölskyldu hans.

Litlar breytingar á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 11. desember til og með 17. desember 2009 var 45. Þar af var 31 samningur um eignir í fjölbýli, 9 samningar um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Skilanefnd Kaupþings flytur

Skilanefnd Kaupþings færir sig um set og flytur sig í Borgartún 26 þar sem slitastjórnin er til húsa. Helga Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar, býst við að rýmra verði um starfsfólkið þar.

Garðabær skilar 67 milljóna hagnaði á næsta ári

Gert er ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð 67 milljónum kr. í fjárhagsáætluin Garðabæjar fyrir næsta ár. Í áætluninni er lögð sérstök áhersla á að standa vörð um skóla- og æskulýðsstarf, sem er í samræmi við þann vilja sem fram kom á íbúafundi sem haldinn var í byrjun nóvember.

Fulltrúi Efnahagsbrotadeildarinnar á Íslandi

Fulltrúi frá Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) er staddur hér á landi. Um er að ræða þann sem stýrir teyminu sem rannsakar meint brot stjórnenda Kaupþings í Bretlandi. Hann kom í gær og hefur fundað með sérstökum saksóknara í dag en heldur aftur út síðar í dag.

Síldarvinnslan borgar 100.000 krónur í jólabónus

Síldarvinnslan hefur ákveðið að greiða út 100 þúsund króna launauppbót til starfsmanna sem starfa við vinnslu og skrifstofu í landi. Greiðslan miðast við fullt starf og tekur mið af starfshlutfalli. Greiðslan verður greidd fyrir jól.

Hlutfall erlendra hærra hér en að meðaltali í ESB-löndum

Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildaríbúafjölda hér á landi er nokkuð hærra en gengur og gerist í öðrum ríkjum Evrópu og jafnframt hærra en á öðrum Norðurlöndum. Hlutfall þetta var 7,4% í upphafi árs 2008 en þá var það að meðaltali 6,2% innan ríkja ESB.

Samspil peningastefnunefndar og AGS er umhugsunarefni

Samspil ákvarðana peningastefnunefndar Seðlabankans og skoðana Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á því hvað sé rétt að gera í peningamálum hefur verið umhugsunarefni á þessu fyrsta starfsári nefndarinnar.

Vestmannaeyjar skila hagnaði á næsta ári

Í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir að rekstur bæjarins, A og B hluti, skili hagnaði upp á 14 milljónir kr. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.

Borgin leitar tilboða í skuldabréf upp á 5,4 milljarða

Reykjavíkurborg leitar í dag eftir verðtilboðum í umsjón með stækkun á skuldabréfaflokki RVK 09 01 um 5,8 milljarða kr. Þar af 400 milljónir kr. vegna viðskiptavaktar en það eru þau bréf sem Reykjavíkurborg mun eiga og nota í fyrirgreiðslu til handa viðskiptavökum skuldabréfaflokks RVK 09 1. Sala til fagfjárfesta er því 5,4 milljarðar kr.

Sérfræðikostnaður Glitnis 756 milljónir umfram áætlun

Sérfræðikostnaður hjá skilanefnd Glitnis á fyrstu 11 mánuðum ársins nam tæpum 2,8 milljörðum kr. en áætlun gerði ráð fyrir að hann yrði rúmlega 2 milljarðar kr. Kostnaðurinn er 756 milljónir kr. umfram áætlun.

Gylfi Magnússon á EFTA-fundi um fríverslunarviðræður

Gylfi Magnússson, efnahags- og viðskiptaráðherra, sat í gær ráðherrafund Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) í Genf í fjarveru Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Meginviðfangsefni ráðherrafundarins var staða mála í fríverslunarviðræðum EFTA-ríkjanna og stefnan framundan.

ÍLS fellur frá útgáfu á nýjum flokki íbúðabréfa

Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur fallið frá hugmyndum um útgáfu á nýjum flokki íbúðabréfa á árinu 2009 og á fyrri hluta ársins 2010, en gerir ráð fyrir að endurskoða málið á síðari hluta ársins 2010.

Afli erlendra skipa við Ísland 52.000 tonn í fyrra

Út er komið ritið Afli erlendra ríkja við Ísland 2008 og heimsafli 2008. Í ritinu kemur meðal annars fram að afli erlendra ríkja við Ísland var tæp 52 þúsund tonn árið 2008 miðað við rúm 90 þúsund tonn 2007. Norðmenn og Færeyingar stunduðu aðallega veiðar hér við land á síðasta ári og uppistaðan í aflanum var loðna.

Lán frá ESB í athugun hjá ráðuneyti og Seðlabankanum

Rætt hefur verið um að sérstök lánafyrirgreiða standi Íslandi til boða af hálfu ESB. Er það mál nú í athugun hjá fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Önnu Margrétar Guðjónsdóttur þingmanns Samfylkingarinnar á Alþingi.

Um 500 ný störf hafa skapast

Nær þrefalt fleiri umsóknir bárust Tækniþróunarsjóði um styrki á þessu ári en í fyrra. Núna bárust 267 umsóknir, en 91 árið áður. Þá bárust nítján umsóknir um öndvegisstyrki.

Lítil viðskipti á markaði

Össur hækkaði um 2,37% í 35 viðskiptum sem námu rúmum 67 milljónum króna. Føroya Banki hækkaði um 0,39% en viðskiptin voru sáralítil.

Gamma: GBI hækkaði um 0,02%

Skuldabréfavísitölur GAMMA breyttust lítið í frekar litlum viðskiptum í dag. Hækkaði heildarvísitalan GAMMA: GBI um 0,02% í 4,5 milljarða veltu. Verðtryggð bréf hækkuðu um 0,05% í 1 milljarða veltu og óverðtryggð bréf lækkuðu um -0,06% í 3,5 milljarða veltu.

Ríkið borgar 46 milljörðum minna í vexti vegna bankanna

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að endurreisn stóru bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Nýja Landsbankans geri það að verkum að vaxtagreiðslur ríkisins minnki um 46 milljarða kr. á þessu ári og hinu næsta.

Neytendastofa sektar Allianz um eina milljón króna

Neytendastofa hefur sektað Allianz um eina milljón kr. Um var að ræða annað brot Allianz á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu við samanburð á ávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar og því taldi Neytendastofa ástæðu til að leggja stjórnvaldssekt á Allianz.

Sjá næstu 50 fréttir