Viðskipti innlent

Höfðu betur í einu máli af tveimur

beðið niðurstöðu Jón Ásgeir og Kristin systir hans sitja hér í réttarsal fyrr á árinu. Fréttablaðið/GVA
beðið niðurstöðu Jón Ásgeir og Kristin systir hans sitja hér í réttarsal fyrr á árinu. Fréttablaðið/GVA

Gaumur, eignarhaldsfélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu hans, þurfti ekki að færa tæpar 670 milljónir króna sem vantalinn söluhagnað árið 1999 í tengslum við makaskiptaviðskipti á eignahlutum í Bónus og Hagkaupum árið á undan. Þetta er niðurstaða sem Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í gær þegar hann felldi rúmlega tveggja ára gamlan úrskurð yfirskattanefndar um vantalninguna úr gildi.

Niðurstaða dómsins er sú að Gaumur hafi mátt færa tæpar 175 milljónir króna til tekna og var íslenska ríkið dæmt til að greiða Gaumi 2,5 milljónir króna í málskostnað.

Á hinn bóginn var staðfest niðurstaða ríkisskattstjóra, að Gaumur hefði átt að telja hagnað af sölu á hlut í bresku verslanasamstæðunni Arcadia upp á rúma 1,2 milljarða króna til skatts fyrir sjö árum. Salan á Arcadia gekk í gegn árið á undan.

Eignarhald á hlutnum fór í gegnum félag Gaums í Lúxemborg en í niðurstöðu héraðsdóms er bent á að færslur í bókhaldi Gaums hafi verið færðar eftir á í því skyni, að því virtist, til að láta líta út sem Gaumur hafi selt hlutinn í Arcadia frá einu félagi til annars tengdum Gaumi með einum eða öðrum hætti en skráð í Lúxemborg. Eignahluturinn færðist síðar yfir til Baugs. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×