Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 150 milljónir 18. desember 2009 14:33 Samkeppniseftirlitið hefur í ákvörðun sinni í dag komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi gerst brotlegur við skilyrði sem eftirlitið setti honum í fyrri ákvörðun og þannig raskað með alvarlegum hætti samkeppni frá minni keppinautum. Leggur Samkeppniseftirlitið 150 milljón kr. sekt á Símann. Í frétt á vefsíðu eftirlitsins segir að Samkeppniseftirlitinu barst kæra frá TSC ehf. þar sem því var haldið fram að Síminn hefði brotið gegn skilyrðum sem sett voru í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 10/2005 Samruni Landssíma Íslands hf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. TSC er fjarskiptafyrirtæki sem starfar á norðanverðu Snæfellsnesi og er keppinautur Símans. Umrædd ákvörðun samkeppnisráðs fjallaði um samruna Símans og Íslenska sjónvarpsfélagsins (nú undir heitinu Skjárinn miðlar ehf.). Í henni var komist að þeirri niðurstöðu að samruninn raskaði samkeppni og að þörf væri á íhlutun vegna hans. Var bent á að óbreyttu styrki samruninn markaðsráðandi stöðu Símans á þeim fjarskiptamörkuðum er málið varðar og að hætta væri á því að samruninn takmarkaði verulega möguleika keppinauta Símans til þess að veita samkeppni, t.d. ef Síminn hefði óeðlilegan forgang að dreifingu sjónvarpefnis frá Íslenska sjónvarpsfélaginu. Síminn óskaði eftir því að gerð yrði sátt í málinu og varð það niðurstaðan. Samrunaðilar féllust á að fara eftir tilteknum skilyrðum til þess að eyða þeim samkeppnishömlum sem ella hefðu stafað af samrunanum. Í ákvörðun frá 2005 var lagt bann við því að Síminn tvinnaði saman sölu á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu. Var þetta liður í því að tryggja að keppinautar Símans í Internetþjónustu gætu á jafnréttisgrundvelli boðið viðskiptavinum sínum upp á eftirsóknarvert sjónvarpsefni því ella gæti það leitt til alvarlegra samkeppnishamlna fyrir minni keppinauta. Síminn braut gegn þessu banni með því að láta sjónvarpsefni Íslenska sjónvarpsfélagsins, flutning þess og dreifingu fylgja frítt með í verði ADSL tenginga Símans vegna Internetþjónustu og raskaði þar með samkeppni. Síminn braut einnig gegn umræddri ákvörðun með því að beita TSC aðgangshindrunum að flutningskerfi fyrirtækisins vegna dreifingu á sjónvarpsefni Íslenska sjónvarpsfélagsins. Með þessum hætti var samkeppnisstöðu TSC raskað með alvarlegum hætti. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er lýst þeirri þrautagöngu sem TSC mátti þola vegna þessarar háttsemi Símans. Fyrirtæki sem fallast á skilyrði til að vinna gegn samkeppnishamlandi samruna verða að leitast við að markmið skilyrðanna nái fram að ganga. Felst í því alvarlegt brot af hálfu Símans að ganga gegn heiti sínu um að beita ekki aðgerðum eins og þeim sem mál þetta tekur til. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur í ákvörðun sinni í dag komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi gerst brotlegur við skilyrði sem eftirlitið setti honum í fyrri ákvörðun og þannig raskað með alvarlegum hætti samkeppni frá minni keppinautum. Leggur Samkeppniseftirlitið 150 milljón kr. sekt á Símann. Í frétt á vefsíðu eftirlitsins segir að Samkeppniseftirlitinu barst kæra frá TSC ehf. þar sem því var haldið fram að Síminn hefði brotið gegn skilyrðum sem sett voru í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 10/2005 Samruni Landssíma Íslands hf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. TSC er fjarskiptafyrirtæki sem starfar á norðanverðu Snæfellsnesi og er keppinautur Símans. Umrædd ákvörðun samkeppnisráðs fjallaði um samruna Símans og Íslenska sjónvarpsfélagsins (nú undir heitinu Skjárinn miðlar ehf.). Í henni var komist að þeirri niðurstöðu að samruninn raskaði samkeppni og að þörf væri á íhlutun vegna hans. Var bent á að óbreyttu styrki samruninn markaðsráðandi stöðu Símans á þeim fjarskiptamörkuðum er málið varðar og að hætta væri á því að samruninn takmarkaði verulega möguleika keppinauta Símans til þess að veita samkeppni, t.d. ef Síminn hefði óeðlilegan forgang að dreifingu sjónvarpefnis frá Íslenska sjónvarpsfélaginu. Síminn óskaði eftir því að gerð yrði sátt í málinu og varð það niðurstaðan. Samrunaðilar féllust á að fara eftir tilteknum skilyrðum til þess að eyða þeim samkeppnishömlum sem ella hefðu stafað af samrunanum. Í ákvörðun frá 2005 var lagt bann við því að Síminn tvinnaði saman sölu á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu. Var þetta liður í því að tryggja að keppinautar Símans í Internetþjónustu gætu á jafnréttisgrundvelli boðið viðskiptavinum sínum upp á eftirsóknarvert sjónvarpsefni því ella gæti það leitt til alvarlegra samkeppnishamlna fyrir minni keppinauta. Síminn braut gegn þessu banni með því að láta sjónvarpsefni Íslenska sjónvarpsfélagsins, flutning þess og dreifingu fylgja frítt með í verði ADSL tenginga Símans vegna Internetþjónustu og raskaði þar með samkeppni. Síminn braut einnig gegn umræddri ákvörðun með því að beita TSC aðgangshindrunum að flutningskerfi fyrirtækisins vegna dreifingu á sjónvarpsefni Íslenska sjónvarpsfélagsins. Með þessum hætti var samkeppnisstöðu TSC raskað með alvarlegum hætti. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er lýst þeirri þrautagöngu sem TSC mátti þola vegna þessarar háttsemi Símans. Fyrirtæki sem fallast á skilyrði til að vinna gegn samkeppnishamlandi samruna verða að leitast við að markmið skilyrðanna nái fram að ganga. Felst í því alvarlegt brot af hálfu Símans að ganga gegn heiti sínu um að beita ekki aðgerðum eins og þeim sem mál þetta tekur til.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira