Viðskipti innlent

Vísitala byggingarkostnaðar breytist lítið

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan desember 2009 er 501,1 stig sem er hækkun um 0,1% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í janúar 2010.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 2,3%.

Í janúar 2010 verður vísitala byggingarkostnaðar birt á nýjum grunni (janúar 2010 = 100) og verða meðal annars breytingar á framsetningu undirvísitalna. Vísitölur miðað við eldri grunna verða framreiknaðar með hinni nýju vísitölu en sundurliðað talnaefni með núverandi framsetningu verður uppfært samhliða í fjóra mánuði. Birtingu á vísitölu byggingarkostnaðar fyrir iðnaðarhúsnæði verður hætt frá og með maí 2010.

Ítarlega verður fjallað um grunnskiptin og nýja vísitöluhúsið í Hagtíðindaheftinu „Vísitala byggingarkostnaðar á nýjum grunni" sem Hagstofan mun gefa út 8. febrúar 2010.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×