Viðskipti innlent

Samband breskra bæjar- og sveitafélaga í mál við Glitni

Samband breskra bæjar- og sveitarfélaga hefur ákveðið að fara í mál við Glitni vegna þess að kröfur þeirra voru ekki samþykktar sem forgangskröfur.

Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir að eftir fund með fulltrúum sambandsins hefði orðið ljóst að eina leiðin yrði að fara með málið fyrir dóm. Heimildir fréttastofu herma að Bretarnir hafi þegar fengið sér lögfræðing.

Breskir miðlar segja að bæjar- og sveitarfélög, auk stofnana, hafi átt um 185 milljarða króna, miðað við gengi dagsins, á reikningum íslensku bankanna. Fjörutíu milljarðar af því hafi verið á reikningum hjá Glitni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×