Viðskipti innlent

Síldarvinnslan borgar 100.000 krónur í jólabónus

Síldarvinnslan hefur ákveðið að greiða út 100 þúsund króna launauppbót til starfsmanna sem starfa við vinnslu og skrifstofu í landi. Greiðslan miðast við fullt starf og tekur mið af starfshlutfalli. Greiðslan verður greidd fyrir jól.

Í umfjöllun um málið á vefsíðu Síldarvinnslunnar segir að þrátt fyrir samdrátt í loðnu og síld hefur rekstur félagsins gengið vel á árinu. Munar þar mikið um stóraukna hlutdeild norsk-íslensku síldarinnar til manneldisvinnslu auk veiða og vinnslu makríls.

Ennfremur hefur rekstur félagsins notið góðs af veikingu krónunnar þó svo að skuldir hafi aukist í sama hlutfalli.

Starfsfólk félagsins bæði til sjós og lands hefur lagt sitt af mörkum við að hámarka verðmæti þess afla sem borist hefur að landi. Hjá félaginu starfa 120 mans í landi og á skipum félagsins eru 70 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×