Viðskipti innlent

Lítil viðskipti á markaði

Össur hækkaði um 2,37% í 35 viðskiptum sem námu rúmum 67 milljónum króna í dag. Føroya Banki hækkaði um 0,39% en viðskiptin voru líka sáralítil með bréf í bankanum.

HB Grandi lækkaði um 25,7%, en einungis var um að ræða ein viðskipti fyrir 557 þúsund. Hampiðjan lækkaði um 12,5% í viðskiptum fyrir 926 þúsund krónur og Marel lækkaði um 0,16% í viðskiptum fyrir um 135 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×