Garðabær skilar 67 milljóna hagnaði á næsta ári 18. desember 2009 13:20 Gert er ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð 67 milljónum kr. í fjárhagsáætluin Garðabæjar fyrir næsta ár. Í áætluninni er lögð sérstök áhersla á að standa vörð um skóla- og æskulýðsstarf, sem er í samræmi við þann vilja sem fram kom á íbúafundi sem haldinn var í byrjun nóvember. Í tilkynningu segir að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2010 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn í gær en afar fátítt er að fjárhagsáætlun sé samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Niðurstöður áætlunarinnar bera vott um traustan fjárhag Garðabæjar en gert er ráð fyrir 67 milljóna króna tekjuafgangi. Veltufé frá rekstri er 724 milljónir króna eða 13,6% af heildartekjum. Útsvar verður áfram lágt í Garðabæ, 12,46% og álagningarhlutfall fasteignaskatts verður einnig óbreytt, 0,22% af íbúðarhúsnæði. Almennt hækka gjaldskrár ekki. Áætlunin gerir ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður og framkvæmdum fyrir allt að 453 milljónum króna án þess að ný lán verði tekin. Meðal framkvæmda má nefna að gert er ráð fyrir að hafnar verði framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Sjálandi. Fyrirséðum samdrætti í tekjum verður mætt með sparnaði og hagræðingu í rekstri stofnana. Sérstök fjárveiting er veitt til að styrkja barna- og unglingastarf hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum í bænum og einnig er veitt sérstök fjárveiting til að styðja við sveigjanlegt skólastarf. Lagt er til grundvallar að tekjur lækki um 7-8% og að útsvarstekjur bæjarins verði 3,589 milljónir kr. Almennt er gert ráð fyrir að haldið verði áfram með þær aðhaldsaðgerðir sem gripið var til á árinu 2009 en að ekki verði þörf á sérstökum aðgerðum þar til viðbótar. Meðal þeirra aðgerða var lækkun launa stjórnenda sem verða óbreytt út árið 2010. Skuldastaða Garðabæjar er góð og bærinn er með nánast allar skuldir í ísl. kr. Langtímaskuldir án lífeyrisskuldbindinga nema um 2,100 milljónum kr. Undirbúningur að fjárhagsáætlun að þessu sinni var óhefðbundinn að því leyti að í fyrsta skipti var leitað til íbúa um ábendingar. Íbúaþing var haldið með þátttöku tæplega 100 Garðbæinga sem lögðu fram ýmsar gagnlegar ábendingar og áherslur. Sömuleiðis gafst íbúum kostur á að koma með hugleiðingar á rafrænu formi á heimasíðu Garðabæjar. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Gert er ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð 67 milljónum kr. í fjárhagsáætluin Garðabæjar fyrir næsta ár. Í áætluninni er lögð sérstök áhersla á að standa vörð um skóla- og æskulýðsstarf, sem er í samræmi við þann vilja sem fram kom á íbúafundi sem haldinn var í byrjun nóvember. Í tilkynningu segir að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2010 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn í gær en afar fátítt er að fjárhagsáætlun sé samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Niðurstöður áætlunarinnar bera vott um traustan fjárhag Garðabæjar en gert er ráð fyrir 67 milljóna króna tekjuafgangi. Veltufé frá rekstri er 724 milljónir króna eða 13,6% af heildartekjum. Útsvar verður áfram lágt í Garðabæ, 12,46% og álagningarhlutfall fasteignaskatts verður einnig óbreytt, 0,22% af íbúðarhúsnæði. Almennt hækka gjaldskrár ekki. Áætlunin gerir ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður og framkvæmdum fyrir allt að 453 milljónum króna án þess að ný lán verði tekin. Meðal framkvæmda má nefna að gert er ráð fyrir að hafnar verði framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Sjálandi. Fyrirséðum samdrætti í tekjum verður mætt með sparnaði og hagræðingu í rekstri stofnana. Sérstök fjárveiting er veitt til að styrkja barna- og unglingastarf hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum í bænum og einnig er veitt sérstök fjárveiting til að styðja við sveigjanlegt skólastarf. Lagt er til grundvallar að tekjur lækki um 7-8% og að útsvarstekjur bæjarins verði 3,589 milljónir kr. Almennt er gert ráð fyrir að haldið verði áfram með þær aðhaldsaðgerðir sem gripið var til á árinu 2009 en að ekki verði þörf á sérstökum aðgerðum þar til viðbótar. Meðal þeirra aðgerða var lækkun launa stjórnenda sem verða óbreytt út árið 2010. Skuldastaða Garðabæjar er góð og bærinn er með nánast allar skuldir í ísl. kr. Langtímaskuldir án lífeyrisskuldbindinga nema um 2,100 milljónum kr. Undirbúningur að fjárhagsáætlun að þessu sinni var óhefðbundinn að því leyti að í fyrsta skipti var leitað til íbúa um ábendingar. Íbúaþing var haldið með þátttöku tæplega 100 Garðbæinga sem lögðu fram ýmsar gagnlegar ábendingar og áherslur. Sömuleiðis gafst íbúum kostur á að koma með hugleiðingar á rafrænu formi á heimasíðu Garðabæjar.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira