Viðskipti innlent

Sérfræðikostnaður Glitnis 756 milljónir umfram áætlun

Sérfræðikostnaður hjá skilanefnd Glitnis á fyrstu 11 mánuðum ársins nam tæpum 2,8 milljörðum kr. en áætlun gerði ráð fyrir að hann yrði rúmlega 2 milljarðar kr. Kostnaðurinn er 756 milljónir kr. umfram áætlun.

Þetta kemur fram í skýrslu Glitnis til körfuhafa sem lögð var fram á kröfuhafafundi bankans í gærdag. Á móti þessum mismun kemur að það sem flokkað er „annar kostnaður" er álíka upphæð minni en áætlunin gerði ráð fyrir. Annar kostnaður nam 78 milljónum kr. en áætlunin gerði ráð fyrir að hann yrði 779 milljónir á fyrrgreindu tímabili.

Þá eru þóknanir sem Glitnir greiddi til Íslandsbanka töluvert minni en áætlun gerði ráð fyrir og munar þar 170 milljónum kr. Þóknanir þessar námu 609 milljónum kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir 779 milljónir kr.

Í heild nemur rekstrarkostnaður Glitnis á fyrstu 11 mánuðum ársins tæplega 4,2 milljörðum kr. en áætlun gerði ráð fyrir að hann yrði tæplega 4,4 milljarðar kr.

Einnig kemur fram í skýrslunni að ágætur hagnaður hefur verið af rekstri Íslandsbanka á fyrstu sex mánuðum ársins, eða rúmlega 8,1 milljarður kr. Uppgjör bankans fyrir fyrstu sex mánuðina verður vætanlega birt eftir helgina samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×