Viðskipti innlent

Skilanefnd Kaupþings flytur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skilanefnd gamla Kaupþings er að flytja. Mynd/ Stefán.
Skilanefnd gamla Kaupþings er að flytja. Mynd/ Stefán.
Skilanefnd Kaupþings færir sig um set og flytur sig í Borgartún 26 þar sem slitastjórnin er til húsa. Helga Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar, býst við að rýmra verði um starfsfólkið þar.

Starfsfólk skilanefndarinnar er nú um 70 talsins, en Helga býst við því að starfsfólki fjölgi tímabundið þegar kröfulýsingarfresturinn rennur út. Hann rennur út 30. desember næstkomandi og er gert ráð fyrir því að kröfulýsingarskráin verði birt þann 22. janúar.

Fréttavefurinn Pressan segir frá því að húsnæðið sem mun hýsa allt starfsfólk skilanefndarinnar hafi verið innréttað fyrir sjö starfsmenn fjárfestingarfélagsins Gnúps þegar þennslan í efnahagslífinu var sem mest.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×