Viðskipti innlent

Skuldbréf Álftanes færð á athugunarlista

Kauphöllin hefur ákveðið að færa skuldabréf útgefin af sveitarfélaginu Álftanesi á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda.

Í tilkynningu segir að þetta sé gert með vísan í tilkynningu félagsins frá því í gærdag samanber ákvæði...í reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga í kauphöllinni.

Eins og kunnugt er af fréttum telur Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að Álftanes sé komið í greiðsluþrot. Skuldir sveitarfélagsins nema nú um fimmföldum tekjum þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×