Viðskipti innlent

Borgin leitar tilboða í skuldabréf upp á 5,4 milljarða

Reykjavíkurborg leitar í dag eftir verðtilboðum í umsjón með stækkun á skuldabréfaflokki RVK 09 01 um 5,8 milljarða kr. Þar af 400 milljónir kr. vegna viðskiptavaktar en það eru þau bréf sem Reykjavíkurborg mun eiga og nota í fyrirgreiðslu til handa viðskiptavökum skuldabréfaflokks RVK 09 1. Sala til fagfjárfesta er því 5,4 milljarðar kr.

Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að sölutímabil skal standa frá 18. desember 2009 til 22. desember 2009. Reykjavíkurborg móttaki fjármuni 23. desember og bréfin skráð í kauphöllinni í framhaldinu. Allt miðar þetta við að viðunandi tilboð í ávöxtunarkröfu fáist.

Eftirfarandi fjármálafyrirtækum er boðið að skila inn tilboði: Arion banki, Byr sparisjóður, H.F Verðbréf, Íslandsbanki, Íslensk verðbréf, Jöklar verðbréf, MP banki, NBI, Saga Capital fjárfestingarbanki, VBS fjárfestingarbanki, og Virðing.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×