Viðskipti innlent

Björgólfur Thor stígi til hliðar

Mynd/Pjetur
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill að Björgólfur Thor Björgólfsson stígi til hliðar þegar kemur að uppbyggingu Verne Holding á gagnaveri á Suðurnesjum. Fyrirtækið er að hluta í eigu Björgólfs Thors. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, efur verið gagnrýnd fyrir að gera samning sem felur í sér skattaívilnanir fyrir fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors. Alþingi á eftir að staðfesta samkomulagið.

Gylfi segir í pistli á Pressunni að eitt af mikilvægustu verkefnum samfélagsins sé að ná að byggja upp á nýjan leik trúverðugleika sem grundvallist á siðferði og samfélagslegri ábyrgð.

„Af þessum ástæðum er það í mínum huga alveg ljóst að setja verður siðferðilega hlið þessa máls í forgrunn og lausn þess taka mið af því. Það gengur ekki að þeir einstaklingar, sem hvað mest voru áberandi í viðskipta- og fjármálalífi þessa lands - svokallaðir útrásarvíkingar - komi að nýjum fjárfestingum eins og ekkert hafi í skorist," segir Gylfi.


Tengdar fréttir

Iðnaðarráðherra vinnur í samræmi við lög

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson, segir það vera sérkennilegt hversu margir reyni nú að gera aðkomu Verne Holding að uppbyggingu gagnavers á Suðurnesjum tortryggilega. „Grátlegt er að sjá í hvaða farveg umræða um málið er að falla,“ segir framkvæmdastjórinn. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna.

Eignarhlutur Björgólfs Thors verði þynntur út

„Það sem þetta verkefni snýst um er einfaldlega þetta. Ætlum við að láta alla fjárfestinguna fara forgörðum út af fortíð og sögu eins minnihlutaeigenda í þessu fyrirtæki eða ætlum við að stuðla að því að það geti gerst að það komi nýtt fjarmagn inn í þetta verkefni og að þessi aðili sem hér er um rætt verði þynntur út?" Þetta sagði Katrín Júlíusdóttir í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Birgitta: Blaut tuska framan í almenning

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við máli sínu á Alþingi í morgun. Þar lét þung orð falla þegar að hún spurði iðnaðarráðherra hvort hún teldi að Björgólfur Thor Björgólfsson ætti ekki að skila þýfinu sem hvarf af Icesave reikningunum sem hann bæri beina ábyrgð á. Birgitta var að spyrja ráðherra um lagafrumvarp um gagnaver á Vaðlaheiði sem lagt fram á þingi í fyrradag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×