Viðskipti innlent

Héraðsdómur dæmdi Gaumi í vil

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur felldi úrskurð yfirskattanefndar úr gildi. Mynd/ Pjetur.
Héraðsdómur felldi úrskurð yfirskattanefndar úr gildi. Mynd/ Pjetur.
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð yfirskattanefndar í máli gegn eignarhaldsfélaginu Gaumi, sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar í Bónus og fjölskyldu hans.

Ríkisskattstjóri endurákvarðaði opinber gjöld Gaums fyrir árin 1999-2003 á grundvelli rannsóknar skattrannsóknarstjóra ríkisins. Með úrskurðinum var meðal annars ákveðið að vantalinn söluhagnaður vegna sölu á 25% hlut í Bónus á árinu 1998 væri 668.519.432 krónur. Gaumur kærði úrskurðinn til yfirskattanefndar þann 30. mars 2005 en yfirskattanefnd staðfesti úrskurðinn í september 2007.

Gaumur stefndi því íslenska ríkinu og féllst Héraðsdómur á málatilbúnað Gaums. Úrskurður yfirskattanefndar frá því í september 2007 var felldur úr gildi og verða 174.809.492 krónur færðar til tekna vegna söluhagnaðar af sölu á 25% eignarhluta Bónus í stað 668.519.432.

Þá var íslenska ríkið dæmt til að greiða Gaumi 2,5 milljónir króna í málskostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×