Fleiri fréttir

Rekstur Mosfellsbæjar í jafnvægi á næsta ári

Heildartekjur A og B hluta bæjarsjóðs Mosfellsbæjar á árinu 2010 eru áætlaðar 4.612 milljónir kr. en gjöld án fjármagnsliða áætluð 4.190 milljónir kr. Rekstrarafgangur án fjármagnliða er áætlaður 423 milljónir kr., fjármagnsliðir er 425 milljónir kr. og því rekstrarniðurstaða samstæðunnar neikvæð um 2 milljónir kr.

Bernanke bankastjóri maður ársins

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er maður ársins, að mati bandaríska vikuritsins Time. Í umsögn tímaritsins segir, að seðlabankastjórinn hafi gegnt lykilhlutverki í þeim öldudal sem fjármálaheimurinn hafi siglt í gegnum í kreppunni og megi þakka honum fyrir hægan efnahagsbata í stað langvarandi kreppu.

Hlutabréf Össurar taka flugið

Talsverð hreyfing var með hlutabréf stoðtækjafyrirtækisins Össurar jafnt hér sem á hlutabréfamarkaði í Kaupmannahöfn í Danmörku í gær eftir að sænski bankinn SEB Enskilda birti nýtt og verulega uppfært verðmat á félaginu. Gengi bréfanna rauk upp um fimm prósent hér en um tæp átta í Danmörku.

Landsbankinn reistur við á ný

Samið var um uppgjör eigna og skulda Landsbankans í fyrrinótt. Fjármálaráðherra er sáttur og segir endurreisn bankakerfisins ekki nærri eins kostnaðarsama og óttast var í fyrstu.

Ásmundur hættir eftir áramót

Endanlegt uppgjör NBI er ekki lokið að fullu. Eftir því sem næst verður komist stefnir bankinn á að birta uppgjör síðasta árs á milli jóla og nýárs og líkur á að níu mánaða uppgjör liggi þá fyrir.

Lánaði sér sjálfum sama dag og eignir voru kyrrsettar

Landsbankinn lánaði milljarða króna til hlutabréfakaupa í sjálfum sér, sama dag og eignir hans voru kyrrsettar með leynd, þriðja október í fyrra. Ráðamenn fullyrtu tveimur dögum síðar að ekki væri þörf á aðgerðum vegna bankanna.

Framtíð ParX í óvissu

Framtíð ParX, dótturfélags Nýherja, er í óvissu. Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja segir aðspurður að unnið sé að endurskipulagningu ParX en verst allra frétta af málinu að öðru leyti.

Byr: Ákvörðun um málshöfðun liggur ekki fyrir

Stjórn Byrs hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar á Stöð 2 í gærkvöldi um málshöfðun gegn MP Banka. Í fréttinni kom fram að Exeter Holdings, í samvinnu við stjórn Byrs sparisjóðs, ætli að stefna MP banka vegna sölu hans á stofnfjárbréfum í Byr skömmu eftir bankahrun. Stjórnin segir hins vegar að ákvörðun um málshöfðun liggi ekki fyrir.

Greiðslustöðvun Straums framlengd

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag heimild Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. til greiðslustöðvunar. Á dögunum sagði Georg Andersen forstöðumaður upplýsingasviðs Straums að bankinn hafi lokið sinni vinnu en lengri tíma þurfi til þess að dómskerfið geti klárað þau mál sem tengjast félaginu. Greiðslustöðvunin gildir til 10. september 2010.

Álftanes gjaldþrota, skuldir nema fimmföldum tekjum

Sveitarfélagið Álftanes er komið í greiðsluþrot og nema heildarskuldir þess fimmföldum tekjunum. Sveitarfélagið getur ekki staðið við skuldbindingar sínar og viðskiptabanki þess hefur lokað fyrir frekari viðskipti. Þetta eru m.a. niðurstöður skýrslu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) sem birt hefur verið á vefsíðu kauphallarinnar.

Landsvaki og Landsbanki sýknaðir í sjóðamáli

Landsvaki og Landsbankinn voru í dag sýknaðir í máli 16 einstaklinga sem höfðuðu mál vegna peningamarkaðssjóða bankans. Sambærilegur dómur féll í máli 18 einstaklinga í október.

Landsframleiðsla á mann 21% yfir meðaltali ESB-ríkja

Landsframleiðsla á mann var hér á landi 21% yfir meðaltali ESB-ríkjanna í fyrra. Er þá búið að taka tilliti til mismunandi kaupmáttar landsframleiðslunnar í hverju landi fyrir sig, þ.e. landsframleiðsla ríkjanna er metin í sömu mynt.

Verðbólgan sem fyrr mest á Íslandi

Verðbólgan á Íslandi lækkaði úr 13,8% í 12,4% milli október og nóvember síðastliðinn samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Af ríkjum evrópska efnahagssvæðisins er verðbólgan, sem fyrr, langmest hér á landi.

Heildareignir Landsbankans 944 milljarðar króna

Heildareignir Landsbankans eru 944 milljarðar króna, þar af nema útlán til viðskiptavina bankans um 608 milljörðum króna, eiginfjárframlag íslenska ríkisins er 122 milljarðar, lausafé 39 milljarðar, hlutabréfaeign 30 milljarðar og skuldabréfaeign 24 milljarðar.

Skuldabréf Landsbankans verður 247 milljarðar

Samið hefur verið um að Landsbankinn (NBI hf.) gefi út 247 milljarða króna skuldabréf til Landsbanka Íslands hf. Skuldabréfið er í erlendum gjaldmiðlum til 10 ára og, af því verða aðeins greiddir vextir fyrstu fimm árin.

Samkomulag í höfn hjá ríki og Landsbanka

Samkomulag er í höfn hjá ríkinu og Landsbankanum og verður stofnefnahagsreikningur bankans kynntur klukkan hálfellefu. Samkomulagið var undirritað í gærkvöldi og í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að það marki tímamót í endurreisn bankakerfisins.

Viðskiptaráð: Mikill skortur á samráði við skattafrumvarpsgerð

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt því að mæta fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis. VÍ gagnrýnir vinnubrögð Alþingis, en mikill skortur hefur verið á samráði við hagsmunaaðila. Einnig er fyrirætlun ríkisstjórnarinnar um að keyra frumvarpið í gegn á þeim litla tíma sem er til áramóta gangrýnisverð. Í dag eru einungis níu virkir dagar eftir af árinu.

Nýir samningar um skipti á upplýsingum við skattaparadísir

Norrænu ríkin (Danmörk, Færeyjar,Finnland, Grænland, ísland, Noregur og Svíþjóð) lögðu í dag lokahönd á margra nýja upplýsingaskiptasamninga við ríki með fjármálakerfi sem draga að erlenda fjárfesta, svokallaðar skattaparadísir. Nýju samningarnir eru liður í herferð Norrænu ráðherranefndarinnar gegn skattaskjólum og hefur að markmiði að koma í veg fyrir alþjóðlegan skattaflótta.

Aðsókn að kvikmyndahúsum jókst um 7% í fyrra

Heildaraðsókn að kvikmyndasýningum á landinu öllu árið 2008 nam laust innan við 1,6 milljón gestum, eða um sjö af hundraði fleiri en árið áður. Það jafngildir því að hver landsmaður hafi fimm sinnum sótt kvikmyndasýningar á árinu.

Vísitala íbúðaverðs í borginni heldur áfram að lækka

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 309 stig í nóvember 2009 og lækkar um 1,5% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 1,6%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún lækkað um 1% og lækkun síðastliðna 12 mánuði var 11,1%.

Sparisjóðirnir reistir við eftir áramótin

Ríkið mun að öllum líkindum leggja Byr til tæpa ellefu milljarða króna eiginfjárframlag, gangi eftir samkomulag sem fjármálaráðuneyti, stjórnendur Byrs, ráðgjafar Olivers Wyman og hluti fulltrúa erlendra kröfuhafa lögðu grunninn að í kringum miðnætti á mánudag. Drög að endurreisn sparisjóðsins lá fyrir á föstudag og var unnið að útfærslunni alla helgina.

Stofnfjáreigendur ætla að stefna MP banka

Hópur stofnfjáreigenda í Byr, sem fer fyrir félaginu Exeter, ætlar í samvinnu við stjórn sparisjóðsins að stefna MP banka vegna sölu bankans á stofnfjárbréfum í Byr skömmu eftir bankahrun. Sérstakur saksóknari rannsakar málið.

Skuldabréfavísitala breytist lítið

Skuldabréfavísitala GAMMA breyttist lítið í dag í lítilli veltu. Heildarvísitala skuldabréfamarkaðarins GAMMA: GBI lækkaði um 0,01% og lækkaði óverðtryggði hluti vísitölunnar um 0,1% en verðtryggði hlutinn hækkaði um 0,02%.

ESA ítrekar að neyðarlögin haldi í sjö kvörtunum

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú tilkynnt um bráðabirgðaniðurstöðu vegna sjö kvartana erlendra fjármálastofnana undan neyðarlögunum sem sett voru í fyrrahaust. Þar ítrekar ESA álit sitt frá 4. desember s.l. um að neyðarlögin samræmist EES-samningnum.

Hafnarfjörður verði rekin með hagnaði á næsta ári

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir að bæjarfélagið verði rekið með hagnaði á næsta ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er áætluð jákvæð um 401 milljónir kr. en til samanburðar má gera ráð fyrir hallarekstri upp á tæpa 2 milljarða kr. í ár.

Mikil eftirspurn eftir verbúðaplássi við Grandagarð

Faxaflóahafnar auglýsa í dag verbúðir við Grandagarð og Geirsgötu til leigu. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að mikil eftirspurn hafi verið í dag eftir þessum plássum enda staðsetning þeirra talin mjög góð í borginni.

Skyr selst stöðugt betur í Danmörku

Skyr selst stöðugt betur í Danmörku og allar horfur eru á að söluaukningin í ár nemi um 5% miðað við árið í fyrra. Fjallað er um málið á vefsíðu Landssambands kúabænda (LK).

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs lækkar að nýju

Eftir töluverða hækkun skuldatryggingarálags íslenska ríkisins í síðustu viku þegar álagið til fimm ára fór upp í 461 punkta (mæling CMA 10. desember s.l.) hefur það lækkað lítillega og stendur nú í 436 punktum.

Staðlað samkeppnismat verði skylda hjá stjórnvöldum

Samkeppniseftirlitið hefur í dag beint því til forsætisráðherra að stuðla að því að stjórnvöldum verði gert skylt að framkvæma staðlað samkeppnismat í tengslum við undirbúning að setningu laga og stjórnvaldsfyrirmæla.

Applicon þróar kerfi fyrir sænska banka

Nýherjafélagið Applicon hefur í samvinnu við systurfélag sitt í Svíþjóð þróað sérhæft kerfi fyrir regluverði banka. Kerfið, sem nefnist PeTra, tryggir öruggt verklag og eftirlit með verðbréfaviðskiptum bankastarfsmanna og starfsmanna opinberra stofnana. Kerfið er meðal annars í notkun hjá nokkrum af stærstu bönkum Norðurlanda, meðal annars Nordea, SEB bankinn og Carnegie.

Norðmenn og Svíar lána ekki fyrr en Icesave er lokið

Norðmenn og Svíar vilja ekki lána Íslendingum nema fyrir liggi niðurstaða í Icesave málinu. Þetta kemur fram í skriflegu svari forsætisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokks.

Byr bjargað á fundi með kröfuhöfum

Fjármálaráðuneytið fundaði í gær með stjórnendum Byrs sparisjóðs, ásamt ráðgjöfum beggja aðila og fulltrúum kröfuhafa. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu náðist mikilvægur áfangi í þá átt að starfsemi Byr héldi áfram og að fjárhagslegar stoðir sparisjóðsins yrðu styrktar.

Heildaraflinn minnaði um 13% milli ára í nóvember

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði, metinn á föstu verði, var 13,2% minni en í nóvember 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 3,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði.

Magma ætlar að auka orkuvinnslu HS Orku um 230 MW

Magma Energy er með áform uppi um að auka orkuvinnslu HS Orku um 230 MW fram að árinu 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til kauphallarinnar í Kanda þar sem greint var frá því að búið sé að ganga frá kaupum Magma á 32,32% hlut í HS Orku.

Bresk bæjar- og sveitarfélög hóta málsókn gegn Glitni

Bresk bæjar- og sveitarfélög hóta nú því að höfða mál gegn slitastjórn Glitnis félögin óttast að 150 milljónir punda, eða rúmlega 30 milljarðar kr., verði ekki endurgreidd. Þetta fé var á innlánsreikningum þessara félaga í Glitni.

Samkomulag við AGS um aðra endurskoðun

Vonir standa til að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins geti fullgilt aðra endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda í janúar. Skuldir ríkis og þjóðar eru lægri en áður var gert ráð fyrir. Dregið er úr samdrætti ríkisins á næsta ári.

AGS gerir ráð fyrir hagvexti á næsta ári á Íslandi

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem steðji að íslensku efnahagslífi sé kreppan á Íslandi mildari en búist var við upphaflega. Sjóðurinn gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði árið 2010.

Sjá næstu 50 fréttir