Viðskipti innlent

Síminn undrandi á úrskurði og áfrýjar sennilega

Forsvarmenn Símans eru undrandi á 150 milljón króna sekt samkeppniseftirlitsins en úrskurður þess eðlis féll í dag.

Í tilkynningu frá símanum segir:

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur Símanum á óvart. Um er að ræða mál sem snýst um dreifingu á gagnvirku sjónvarpi og meðhöndlun efnis í dreifikerfunum. Fjölmargar sjónvarpsstöðvar hafa verið án endurgjalds á dreifikerfi Símans, til dæmis Ríkisútvarpið og opin dagskrá Stöðvar 2.

Það er því nauðsynlegt fyrir Símann að fara afar vel yfir tæknilegar forsendur þessarar ákvörðunar. Fjárhæð sektarinnar gefur auk þess tilefni til kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Umrædd ákvörðun samkeppnisráðs fjallaði um samruna Símans og Íslenska sjónvarpsfélagsins (nú undir heitinu Skjárinn miðlar ehf.). Í henni var komist að þeirri niðurstöðu að samruninn raskaði samkeppni og að þörf væri á íhlutun vegna hans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×