Fleiri fréttir Kaupþing hagnast vel á að hafa haldið Norvestia Skilanefnd Kaupþings hefur hagnast vel á því að hafa haldið finnska fjárfestingarfélaginu Norvestia í bókum sínum. Skilanefndin hefur fengið arðgreiðslu upp á 1,25 milljónir evra eða um 230 milljónir kr. frá Norvestia og hlutir í félaginu hafa hækkað um 30% í ár. 28.10.2009 16:13 Vel gengur að endurheimta eignir Kaupþings Vel gengur að endurheimta og endurskipuleggja eignir gamla Kaupþings og og samkvæmt uppfærðri skýrslu skilanefndar bankans hafa 29 milljarðar innheimst af lánum úr eignasöfnum á Norðurlöndunum og í Evrópu. 28.10.2009 15:50 Þórólfur Árnason endurkjörinn formaður SUT Þórólfur Árnason, forstjóri SKÝRR, var endurkjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun en Þórólfur tók við formennsku SUT á síðasta ári af Eggerti Claessen. 28.10.2009 15:14 Innlögnum fjölgar um 142% á skráningarnúmerum ökutækja Á þessu ári hafa innlagnir skráninganúmera ökutækja aukist stórlega borið saman við undanfarin ár. Þannig voru 5239 skráningarnúmer lögð inn í september á þessu ári á meðan 2158 voru lögð inn til geymslu á sama tíma í fyrra. Þetta er 142% aukning á innlögnum skráningarnúmera á milli ára. 28.10.2009 14:29 Jens Stoltenberg ítrekar að engin lán fáist án AGS Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs ítrekaði það á Norðurlandaráðsþinginu sem nú stendur yfir í Stokkhólmi að Íslendingar fengju engin lán frá Noregi nema í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 28.10.2009 14:19 Skuldir Landsvirkjunar nema 380 milljörðum Um mitt ár 2009 námu heildarskuldir Landsvirkjunar 3,1 milljarði Bandaríkjadala eins og fram kemur í árshlutareikningi fyrirtækisins. Skuldirnar nema því um 380 milljörðum króna á núverandi gengi. 28.10.2009 13:43 CCP flytur öll bankaviðskipti sín á Íslandi til MP Banka CCP hf. og MP Banki hf. hafa undirritað samninga um endurfjármögnun CCP og flutning allra bankaviðskipta félagsins á Íslandi til MP Banka. Í kjölfar samningsins hefur CCP greitt upp víxla félagsins sem skráðir voru í Kauphöll og voru á gjalddaga þann 28. október. 28.10.2009 13:32 Þórólfur endurkjörinn formaður SUT Þórólfur Árnason, forstjóri SKÝRR, var endurkjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun en Þórólfur tók við formennsku SUT á síðasta ári af Eggerti Claessen. 28.10.2009 13:12 Straumur stefnir World Class vegna kennitöluflakks Straumur mun leggja fram stefnu gegn líkamsræktarstöðinni World Class í dag eða í fyrramálið í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kennitöluflakks á vegum World Class. Með því hafi skuld við Straum upp á einn milljarða kr. verið skilin eftir í gamla félaginu en allar eignir World Class settar yfir í nýtt félag. 28.10.2009 12:33 SP fjármögnun hringlar með vægi gjaldmiðla SP fjármögnun hringlar með vægi gjaldmiðla í myntkörfulánum til að hækka greiðslur viðskiptavina segir viðskiptafræðingur og lántaki hjá SP fjármögnun. Hún furðar sig á því að fyrirtæki geti verið með sína eigin gjaldmiðla. 28.10.2009 12:23 Fyrsta aflétting á gjaldeyrishöftum hefur lítil áhrif á gengið „Mjög óvíst er hverju þessi fyrsti áfangi skilar í innflæði gjaldeyris en við reiknum með því að aðgerðin hafi takmörkuð áhrif á gengi krónunnar," segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um fyrsta áfangann í að aflétta gjaldeyrishöftunum. 28.10.2009 12:16 Verðbólgumæling hleypir lífi í skuldabréfamarkaðinn Verðbólgumæling morgunsins hefur hleypt nokkru lífi í skuldabréfamarkað það sem af er degi. Nokkur kaupáhugi hefur verið á íbúðabréfum, og hefur ávöxtunarkrafa þeirra lækkað um 5-12 punkta frá opnun markaðar. 28.10.2009 11:59 Ársverðbólgan lækkar í 9,7%, mun minna en spáð var Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 13,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,5% sem jafngildir 10,2% verðbólgu á ári. Ársverðbólgan mældist 10,8% í síðasta mánuði. 28.10.2009 09:02 Eignir ýmissa lánafyrirtækja hækka um 4,2 milljarða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu um 1.309 milljörðum kr. í lok september og hækkuðu um 4,2 milljarða kr. í mánuðinum. 28.10.2009 08:51 Century Aluminium skilar 5 milljarða hagnaði Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði rétt rúmlega 40 milljón dollara eða um 5 milljarða kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Er þetta nokkru meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 35,8 milljónum dollara. 28.10.2009 08:33 Vogunarsjóðir sjá tækifæri í íslensku bönkunum á ný Sjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins eru meðal helstu kröfuhafa bankanna. Nýju bankarnir verða hreinsaðir af lélegum kröfum. Þúsund milljarðar króna hafa því sem næst verið afskrifaðir. 28.10.2009 00:01 Tveir og hálfur milljarður á ári í vaxtamun vegna lánanna Íslendingar munu greiða um tvo og hálfan milljarð króna á ári í vaxtakostnað vegna þeirra lána sem afgreidd verða við endurskoðun Alþjóðgjaldeyrissjóðsins á morgun. 27.10.2009 18:46 Umfangsmikið markaðsátak ferðaþjónustu í Evrópu Fulltrúar 13 ferðaþjónustufyrirtækja eru nú staddir í Þýskalandi í því skyni að kynna Ísland sem áfangastað fyrir þýska ferðamenn og er ferðin liður í markaðsátaki þeirra í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útflutningsráði. 27.10.2009 15:42 Sparnaðaraðgerðir skila ekki árangri hjá ríkinu Ríkisendurskoðun segir að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til í sumar til að hemja kostnað og bæta afkomu ríkissjóðs til ársloka hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Þá hafi 50 valdar ríkisstofanir almennt ekki farið að tilmælum Ríkisendurskoðunnar um að bæta stöðu sína. 27.10.2009 15:26 Ríkisendurskoðun beinir sjónum að kreppuvandamálum Ríkisendurskioðun ætlar að beina sjónum sínum sérstaklega að þeim meginvandamálum sem stjórnvöld og ríkisstofnanir standa frammi fyrir vegna efnahagshrunsins á næstu tveimur árum. 27.10.2009 14:32 Bankasýslan tekur við eignarhaldi á bönkunum Bankasýsla ríkisins hefur tekið við eigandahlutverki í viðskiptabönkunum þremur. Lúkning samninga við kröfuhafa verður þó áfram á hendi fjármálaráðherra. 27.10.2009 13:28 Greining: Gjaldþrot aukast verulega næstu mánuði Greining Íslandsbanka segir að búast megi við því að gjaldþrotum muni fjölga verulega á næstu mánuðum. Leggur greiningin þar til grundvallar tölu um gjaldþrot á árinu og skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem gefin var út í gærdag. 27.10.2009 13:23 FÍS gagnrýnir frekari hækkanir á tryggingargjaldi Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS)segir að frekari hækkun tryggingagjalds í stað orkuskatta muni bitna harkalega á verslun og þjónustu og hefur áhrif á atvinnustig. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem FÍS hefur sent frá sér. 27.10.2009 13:14 Velheppnað útboð á íbúða- og ríkisbréfum í morgun Seðlabankinn hélt í morgun útboð á þeim íbúða- og ríkisbréfum sem lögð höfðu verið inn í bankann til tryggingar verðbréfalánum fyrir hrun og ríkissjóður yfirtók í kjölfarið. Í boði voru 4,3 milljarðar kr. í HFF24, 3,2 milljarðar kr. í HFF34, 3,8 milljarðar kr. í RIKB13 og 3,12 milljarðar kr. í RIKB19. 27.10.2009 12:02 Íslendingar ekki verið jafnbjartsýnir síðan fyrir hrun Eitthvað virðist svartsýni íslenskra heimila vera á undanhaldi. Væntingavísitala Gallup er í október er sú hæsta síðan fyrir hrun bankanna í október í fyrra en vísitalan hefur verið að hækka síðustu þrjá mánuði. 27.10.2009 11:04 McDonalds: Laukurinn á sama verði og gott viský Eins og fram hefur komið í fréttum hefur brotthvarf McDonalds hamborgarakeðjunnar frá Íslandi vakið heimsathygli. Frændur vorir á Norðurlöndunum eru þar engin undantekning en greint er frá málinu á helstu vefsíðum fjölmiðla þar. 27.10.2009 10:42 ISAL með bestan árangur álvera heimsins í minnkun flúors Staðfest hefur verið af Alþjóðasamtökum álframleiðenda (IAI) að ISAL náði bestum árangri allra álvera heims við að lágmarka losun flúorkolefna árið 2008. 27.10.2009 09:56 Gjaldþrotum fjölgaði um 65% milli ára í september Í september 2009 voru 86 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 52 fyrirtæki í september 2008, sem jafngildir rúmlega 65% fjölgun milli ára. 27.10.2009 09:01 Íslandsbanki lækkar höfuðstól erlendra bílalána um 23% Íslandsbanki hefur ákveðið að leiðrétta höfuðstól gengistryggðra og verðtryggðra bílalána og bílasamninga. Leiðréttingin felur í sér að höfuðstóll láns er leiðréttur miðað við ákveðið gengi í lok september 2008. 27.10.2009 08:23 Ríkissjóður selur 14,4 milljarða í ríkis- og íbúðabréfum Þriðjudaginn 27. október fer fram útboð á íbúðabréfum og ríkisbréfum sem lögð voru fram til tryggingar verðbréfalánum sem ríkissjóður yfirtók. Um er að ræða bréf upp á 14,4 milljarða kr. að nafnverði. Þar af eru 6,9 milljarðar í ríkisbréfum og 7,5 milljarðar í íbúðabréfum. 27.10.2009 08:10 Össur skilar 700 milljóna hagnaði á 3. ársfjórðung Össur hf. skilaði rúmlega 700 milljón kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Sala félagsins á því tímabili nam 84 milljónum dollara, eða rúmlega 10 milljörðum kr. og nam hagnaðurinn 7% af sölunni. 27.10.2009 07:47 Íslenska hrunið eftirlitsleysi að kenna Tony Shearer fyrrverandi forstjóri Singer og Friedlander bankans í Bretlandi sem Kaupþing keypti á sínum tíma kennir eftirlitsaðilum um hrun íslenska fjármálakerfisins. Shearer, sem áður hefur borið vitni fyrir breskri þingnefnd og gagnrýnt íslensku bankana harðlega var í viðtali á Sky sjónvarpsstöðinni í gær og þar sagði hann að eftirlitsaðilar hefðu brugðist í hlutverki sínu þrátt fyrir að það hafi blasað við að áhættan hjá íslensku bönkunum hafi verið allt of mikil. 27.10.2009 06:50 Banki leiðréttir bílalán í erlendri mynt „Við höfum fundið fyrir mikilli þörf á lausnum vegna bílalána einstaklinga,“ segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. 27.10.2009 06:00 Þúsund milljarðar í vanskilum Rúmlega eittþúsund milljarðar sem lánaðir hafa verið til einkahlutafélaga eru í vanskilum. Ýmislegt bendir til að útlánastefna gömlu bankanna hafi var óábyrg segir seðlabankastjóri sem telur að fari allt á versta veg geti mikil útlán bankanna til einkahlutafélaga gert endurreisnina erfiðari en ella. 26.10.2009 18:30 Kaupþing býður viðskiptavinum leiðréttingu á höfuðstólum lána Kaupþing mun í lok vikunnar kynna aðgerðir til aðstoðar við viðskiptavini sína sem eru með húsnæðislán, meðal annars afskriftir á höfuðstól. Þá mun einnig skýrast hvernig eignarhald á bankanum verður. 26.10.2009 19:15 Úrvalsvísitalan lækkaði Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 0,59% í kauphöllinni í dag og stendur í rúmum 821 stigum. Føroya Bank hækkaði um 1,08% og Össur stóð í stað. Hinsvegar lækkaði Marel um 0,88%. Mestu heildarviðskipti voru með hlutabréf í fyrirtækinu fyrir rúmar 27 milljónir króna. 26.10.2009 16:59 Lokun McDonalds á Íslandi vekur heimsathygli Jón Garðar Ögmundsson eigandi Lystar sem rekur McDonalds á Íslandi segir ólíklegt að fyrirtækið muni opna hamborgarastaði undir vörumerkinu aftur hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá í fréttum í dag hefur fyrirtækið ákveðið að loka þremur stöðum sínum en opna nýja undir nafninu Metro. AFP fréttastofan fjallar um málið í dag og ræðir við Jón Garðar. 26.10.2009 16:32 Stjórnendur: Slæmar eða mjög slæmar aðstæður í efnahagslífinu Aðstæður í efnahagslífinu eru nú slæmar eða mjög slæmar að mati 95% stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins. Er þetta meðal niðurstaðna í ársfjórðungslegrar könnunar Capacent Gallup á stöðu og horfum hjá 500 stærstu fyrirtækja landsins, en könnunin var gerð í septembermánuði. 26.10.2009 15:48 Fjórðungur heimila skuldar fimmfaldar árstekjur Fjórðungur heimila landsins er með skuldir yfir fimmföldum árlegum ráðstöfunartekjum. Liðlega helmingur heimila er með húsnæðisskuldir sem nema minna en þreföldum árlegum ráðstöfunartekjum. 26.10.2009 15:30 Fjórðungur fyrirtækja með lán í vanskilum Tæplega fjórðungur fyrirtækja er með lán í vanskilum hjá lánastofnunum, þar af eru 80% eftirstöðva í alvarlegum vanskilum. Ekki er að sjá að einhver tegund útlána sé fremur í vanskilum en önnur. 26.10.2009 15:30 Innlend fyrirtæki skulda 4.600 milljarða hérlendis Útistandandi lán íslenskra lánastofnana til innlendra fyrirtækja námu rúmlega 4.600 milljarðar kr. í lok júní í ár. Stærstu skuldunautar eru eignarhaldsfélög með um 39% af heildarútlánum. 26.10.2009 15:30 Már: Fleiru ábótavant hjá bönkunum en viðskiptalíkani „Ekki er ólíklegt að yfirstandandi rannsókn á falli bankanna muni leiða í ljós að fleiru hafi verið ábótavant en viðskiptalíkani þeirra og áhættustýringu, svo sem gæðum eigna og stjórnháttum." 26.10.2009 15:30 Ísland loksins komið á dagskrá AGS Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur loksins sett Ísland á dagskrá sína en það geriðst nú í hádeginu. Þar með er ljóst að endurskoðun áætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda verður tekin fyrir hjá stjórn sjóðsins í þessari viku. 26.10.2009 13:06 Atorka fékk heimild til nauðasamninga Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á beiðni Atorku Group hf. um heimild til að leita nauðasamnings við lánardrottna sína. 26.10.2009 12:46 Síldveiðin ákveðin á næstu dögum, milljarðar í húfi Það kemur í ljós á næstu dögum hvort veiði á sumargotsíld verði heimiluð á Íslandsmiðum. Um gríðarlega hagsmuni er að ræða. Verðmætin hlaupa á milljörðum kr. 26.10.2009 12:44 Sjá næstu 50 fréttir
Kaupþing hagnast vel á að hafa haldið Norvestia Skilanefnd Kaupþings hefur hagnast vel á því að hafa haldið finnska fjárfestingarfélaginu Norvestia í bókum sínum. Skilanefndin hefur fengið arðgreiðslu upp á 1,25 milljónir evra eða um 230 milljónir kr. frá Norvestia og hlutir í félaginu hafa hækkað um 30% í ár. 28.10.2009 16:13
Vel gengur að endurheimta eignir Kaupþings Vel gengur að endurheimta og endurskipuleggja eignir gamla Kaupþings og og samkvæmt uppfærðri skýrslu skilanefndar bankans hafa 29 milljarðar innheimst af lánum úr eignasöfnum á Norðurlöndunum og í Evrópu. 28.10.2009 15:50
Þórólfur Árnason endurkjörinn formaður SUT Þórólfur Árnason, forstjóri SKÝRR, var endurkjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun en Þórólfur tók við formennsku SUT á síðasta ári af Eggerti Claessen. 28.10.2009 15:14
Innlögnum fjölgar um 142% á skráningarnúmerum ökutækja Á þessu ári hafa innlagnir skráninganúmera ökutækja aukist stórlega borið saman við undanfarin ár. Þannig voru 5239 skráningarnúmer lögð inn í september á þessu ári á meðan 2158 voru lögð inn til geymslu á sama tíma í fyrra. Þetta er 142% aukning á innlögnum skráningarnúmera á milli ára. 28.10.2009 14:29
Jens Stoltenberg ítrekar að engin lán fáist án AGS Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs ítrekaði það á Norðurlandaráðsþinginu sem nú stendur yfir í Stokkhólmi að Íslendingar fengju engin lán frá Noregi nema í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 28.10.2009 14:19
Skuldir Landsvirkjunar nema 380 milljörðum Um mitt ár 2009 námu heildarskuldir Landsvirkjunar 3,1 milljarði Bandaríkjadala eins og fram kemur í árshlutareikningi fyrirtækisins. Skuldirnar nema því um 380 milljörðum króna á núverandi gengi. 28.10.2009 13:43
CCP flytur öll bankaviðskipti sín á Íslandi til MP Banka CCP hf. og MP Banki hf. hafa undirritað samninga um endurfjármögnun CCP og flutning allra bankaviðskipta félagsins á Íslandi til MP Banka. Í kjölfar samningsins hefur CCP greitt upp víxla félagsins sem skráðir voru í Kauphöll og voru á gjalddaga þann 28. október. 28.10.2009 13:32
Þórólfur endurkjörinn formaður SUT Þórólfur Árnason, forstjóri SKÝRR, var endurkjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun en Þórólfur tók við formennsku SUT á síðasta ári af Eggerti Claessen. 28.10.2009 13:12
Straumur stefnir World Class vegna kennitöluflakks Straumur mun leggja fram stefnu gegn líkamsræktarstöðinni World Class í dag eða í fyrramálið í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kennitöluflakks á vegum World Class. Með því hafi skuld við Straum upp á einn milljarða kr. verið skilin eftir í gamla félaginu en allar eignir World Class settar yfir í nýtt félag. 28.10.2009 12:33
SP fjármögnun hringlar með vægi gjaldmiðla SP fjármögnun hringlar með vægi gjaldmiðla í myntkörfulánum til að hækka greiðslur viðskiptavina segir viðskiptafræðingur og lántaki hjá SP fjármögnun. Hún furðar sig á því að fyrirtæki geti verið með sína eigin gjaldmiðla. 28.10.2009 12:23
Fyrsta aflétting á gjaldeyrishöftum hefur lítil áhrif á gengið „Mjög óvíst er hverju þessi fyrsti áfangi skilar í innflæði gjaldeyris en við reiknum með því að aðgerðin hafi takmörkuð áhrif á gengi krónunnar," segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um fyrsta áfangann í að aflétta gjaldeyrishöftunum. 28.10.2009 12:16
Verðbólgumæling hleypir lífi í skuldabréfamarkaðinn Verðbólgumæling morgunsins hefur hleypt nokkru lífi í skuldabréfamarkað það sem af er degi. Nokkur kaupáhugi hefur verið á íbúðabréfum, og hefur ávöxtunarkrafa þeirra lækkað um 5-12 punkta frá opnun markaðar. 28.10.2009 11:59
Ársverðbólgan lækkar í 9,7%, mun minna en spáð var Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 13,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,5% sem jafngildir 10,2% verðbólgu á ári. Ársverðbólgan mældist 10,8% í síðasta mánuði. 28.10.2009 09:02
Eignir ýmissa lánafyrirtækja hækka um 4,2 milljarða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu um 1.309 milljörðum kr. í lok september og hækkuðu um 4,2 milljarða kr. í mánuðinum. 28.10.2009 08:51
Century Aluminium skilar 5 milljarða hagnaði Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði rétt rúmlega 40 milljón dollara eða um 5 milljarða kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Er þetta nokkru meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 35,8 milljónum dollara. 28.10.2009 08:33
Vogunarsjóðir sjá tækifæri í íslensku bönkunum á ný Sjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins eru meðal helstu kröfuhafa bankanna. Nýju bankarnir verða hreinsaðir af lélegum kröfum. Þúsund milljarðar króna hafa því sem næst verið afskrifaðir. 28.10.2009 00:01
Tveir og hálfur milljarður á ári í vaxtamun vegna lánanna Íslendingar munu greiða um tvo og hálfan milljarð króna á ári í vaxtakostnað vegna þeirra lána sem afgreidd verða við endurskoðun Alþjóðgjaldeyrissjóðsins á morgun. 27.10.2009 18:46
Umfangsmikið markaðsátak ferðaþjónustu í Evrópu Fulltrúar 13 ferðaþjónustufyrirtækja eru nú staddir í Þýskalandi í því skyni að kynna Ísland sem áfangastað fyrir þýska ferðamenn og er ferðin liður í markaðsátaki þeirra í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útflutningsráði. 27.10.2009 15:42
Sparnaðaraðgerðir skila ekki árangri hjá ríkinu Ríkisendurskoðun segir að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til í sumar til að hemja kostnað og bæta afkomu ríkissjóðs til ársloka hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Þá hafi 50 valdar ríkisstofanir almennt ekki farið að tilmælum Ríkisendurskoðunnar um að bæta stöðu sína. 27.10.2009 15:26
Ríkisendurskoðun beinir sjónum að kreppuvandamálum Ríkisendurskioðun ætlar að beina sjónum sínum sérstaklega að þeim meginvandamálum sem stjórnvöld og ríkisstofnanir standa frammi fyrir vegna efnahagshrunsins á næstu tveimur árum. 27.10.2009 14:32
Bankasýslan tekur við eignarhaldi á bönkunum Bankasýsla ríkisins hefur tekið við eigandahlutverki í viðskiptabönkunum þremur. Lúkning samninga við kröfuhafa verður þó áfram á hendi fjármálaráðherra. 27.10.2009 13:28
Greining: Gjaldþrot aukast verulega næstu mánuði Greining Íslandsbanka segir að búast megi við því að gjaldþrotum muni fjölga verulega á næstu mánuðum. Leggur greiningin þar til grundvallar tölu um gjaldþrot á árinu og skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem gefin var út í gærdag. 27.10.2009 13:23
FÍS gagnrýnir frekari hækkanir á tryggingargjaldi Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS)segir að frekari hækkun tryggingagjalds í stað orkuskatta muni bitna harkalega á verslun og þjónustu og hefur áhrif á atvinnustig. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem FÍS hefur sent frá sér. 27.10.2009 13:14
Velheppnað útboð á íbúða- og ríkisbréfum í morgun Seðlabankinn hélt í morgun útboð á þeim íbúða- og ríkisbréfum sem lögð höfðu verið inn í bankann til tryggingar verðbréfalánum fyrir hrun og ríkissjóður yfirtók í kjölfarið. Í boði voru 4,3 milljarðar kr. í HFF24, 3,2 milljarðar kr. í HFF34, 3,8 milljarðar kr. í RIKB13 og 3,12 milljarðar kr. í RIKB19. 27.10.2009 12:02
Íslendingar ekki verið jafnbjartsýnir síðan fyrir hrun Eitthvað virðist svartsýni íslenskra heimila vera á undanhaldi. Væntingavísitala Gallup er í október er sú hæsta síðan fyrir hrun bankanna í október í fyrra en vísitalan hefur verið að hækka síðustu þrjá mánuði. 27.10.2009 11:04
McDonalds: Laukurinn á sama verði og gott viský Eins og fram hefur komið í fréttum hefur brotthvarf McDonalds hamborgarakeðjunnar frá Íslandi vakið heimsathygli. Frændur vorir á Norðurlöndunum eru þar engin undantekning en greint er frá málinu á helstu vefsíðum fjölmiðla þar. 27.10.2009 10:42
ISAL með bestan árangur álvera heimsins í minnkun flúors Staðfest hefur verið af Alþjóðasamtökum álframleiðenda (IAI) að ISAL náði bestum árangri allra álvera heims við að lágmarka losun flúorkolefna árið 2008. 27.10.2009 09:56
Gjaldþrotum fjölgaði um 65% milli ára í september Í september 2009 voru 86 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 52 fyrirtæki í september 2008, sem jafngildir rúmlega 65% fjölgun milli ára. 27.10.2009 09:01
Íslandsbanki lækkar höfuðstól erlendra bílalána um 23% Íslandsbanki hefur ákveðið að leiðrétta höfuðstól gengistryggðra og verðtryggðra bílalána og bílasamninga. Leiðréttingin felur í sér að höfuðstóll láns er leiðréttur miðað við ákveðið gengi í lok september 2008. 27.10.2009 08:23
Ríkissjóður selur 14,4 milljarða í ríkis- og íbúðabréfum Þriðjudaginn 27. október fer fram útboð á íbúðabréfum og ríkisbréfum sem lögð voru fram til tryggingar verðbréfalánum sem ríkissjóður yfirtók. Um er að ræða bréf upp á 14,4 milljarða kr. að nafnverði. Þar af eru 6,9 milljarðar í ríkisbréfum og 7,5 milljarðar í íbúðabréfum. 27.10.2009 08:10
Össur skilar 700 milljóna hagnaði á 3. ársfjórðung Össur hf. skilaði rúmlega 700 milljón kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Sala félagsins á því tímabili nam 84 milljónum dollara, eða rúmlega 10 milljörðum kr. og nam hagnaðurinn 7% af sölunni. 27.10.2009 07:47
Íslenska hrunið eftirlitsleysi að kenna Tony Shearer fyrrverandi forstjóri Singer og Friedlander bankans í Bretlandi sem Kaupþing keypti á sínum tíma kennir eftirlitsaðilum um hrun íslenska fjármálakerfisins. Shearer, sem áður hefur borið vitni fyrir breskri þingnefnd og gagnrýnt íslensku bankana harðlega var í viðtali á Sky sjónvarpsstöðinni í gær og þar sagði hann að eftirlitsaðilar hefðu brugðist í hlutverki sínu þrátt fyrir að það hafi blasað við að áhættan hjá íslensku bönkunum hafi verið allt of mikil. 27.10.2009 06:50
Banki leiðréttir bílalán í erlendri mynt „Við höfum fundið fyrir mikilli þörf á lausnum vegna bílalána einstaklinga,“ segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. 27.10.2009 06:00
Þúsund milljarðar í vanskilum Rúmlega eittþúsund milljarðar sem lánaðir hafa verið til einkahlutafélaga eru í vanskilum. Ýmislegt bendir til að útlánastefna gömlu bankanna hafi var óábyrg segir seðlabankastjóri sem telur að fari allt á versta veg geti mikil útlán bankanna til einkahlutafélaga gert endurreisnina erfiðari en ella. 26.10.2009 18:30
Kaupþing býður viðskiptavinum leiðréttingu á höfuðstólum lána Kaupþing mun í lok vikunnar kynna aðgerðir til aðstoðar við viðskiptavini sína sem eru með húsnæðislán, meðal annars afskriftir á höfuðstól. Þá mun einnig skýrast hvernig eignarhald á bankanum verður. 26.10.2009 19:15
Úrvalsvísitalan lækkaði Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 0,59% í kauphöllinni í dag og stendur í rúmum 821 stigum. Føroya Bank hækkaði um 1,08% og Össur stóð í stað. Hinsvegar lækkaði Marel um 0,88%. Mestu heildarviðskipti voru með hlutabréf í fyrirtækinu fyrir rúmar 27 milljónir króna. 26.10.2009 16:59
Lokun McDonalds á Íslandi vekur heimsathygli Jón Garðar Ögmundsson eigandi Lystar sem rekur McDonalds á Íslandi segir ólíklegt að fyrirtækið muni opna hamborgarastaði undir vörumerkinu aftur hér á landi. Líkt og greint hefur verið frá í fréttum í dag hefur fyrirtækið ákveðið að loka þremur stöðum sínum en opna nýja undir nafninu Metro. AFP fréttastofan fjallar um málið í dag og ræðir við Jón Garðar. 26.10.2009 16:32
Stjórnendur: Slæmar eða mjög slæmar aðstæður í efnahagslífinu Aðstæður í efnahagslífinu eru nú slæmar eða mjög slæmar að mati 95% stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins. Er þetta meðal niðurstaðna í ársfjórðungslegrar könnunar Capacent Gallup á stöðu og horfum hjá 500 stærstu fyrirtækja landsins, en könnunin var gerð í septembermánuði. 26.10.2009 15:48
Fjórðungur heimila skuldar fimmfaldar árstekjur Fjórðungur heimila landsins er með skuldir yfir fimmföldum árlegum ráðstöfunartekjum. Liðlega helmingur heimila er með húsnæðisskuldir sem nema minna en þreföldum árlegum ráðstöfunartekjum. 26.10.2009 15:30
Fjórðungur fyrirtækja með lán í vanskilum Tæplega fjórðungur fyrirtækja er með lán í vanskilum hjá lánastofnunum, þar af eru 80% eftirstöðva í alvarlegum vanskilum. Ekki er að sjá að einhver tegund útlána sé fremur í vanskilum en önnur. 26.10.2009 15:30
Innlend fyrirtæki skulda 4.600 milljarða hérlendis Útistandandi lán íslenskra lánastofnana til innlendra fyrirtækja námu rúmlega 4.600 milljarðar kr. í lok júní í ár. Stærstu skuldunautar eru eignarhaldsfélög með um 39% af heildarútlánum. 26.10.2009 15:30
Már: Fleiru ábótavant hjá bönkunum en viðskiptalíkani „Ekki er ólíklegt að yfirstandandi rannsókn á falli bankanna muni leiða í ljós að fleiru hafi verið ábótavant en viðskiptalíkani þeirra og áhættustýringu, svo sem gæðum eigna og stjórnháttum." 26.10.2009 15:30
Ísland loksins komið á dagskrá AGS Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur loksins sett Ísland á dagskrá sína en það geriðst nú í hádeginu. Þar með er ljóst að endurskoðun áætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda verður tekin fyrir hjá stjórn sjóðsins í þessari viku. 26.10.2009 13:06
Atorka fékk heimild til nauðasamninga Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á beiðni Atorku Group hf. um heimild til að leita nauðasamnings við lánardrottna sína. 26.10.2009 12:46
Síldveiðin ákveðin á næstu dögum, milljarðar í húfi Það kemur í ljós á næstu dögum hvort veiði á sumargotsíld verði heimiluð á Íslandsmiðum. Um gríðarlega hagsmuni er að ræða. Verðmætin hlaupa á milljörðum kr. 26.10.2009 12:44