Viðskipti innlent

Kaupþing hagnast vel á að hafa haldið Norvestia

Skilanefnd Kaupþings hefur hagnast vel á því að hafa haldið finnska fjárfestingarfélaginu Norvestia í bókum sínum. Skilanefndin hefur fengið arðgreiðslu upp á 1,25 milljónir evra eða um 230 milljónir kr. frá Norvestia og hlutir í félaginu hafa hækkað um 30% í ár.

Fram kemur í uppfærðri skýrslu Kaupþings til kröfuhafa sinna að Kaupþing á 32% í Norvestia og heldur utan um 56% af atkvæðaréttinum í félaginu.

Skilanefndinni barst tilboð í eignarhlut sinn í Norvestia fyrr í ár sem var um 40% lægra en nam nettó markaðsvirði félagsins. Ákveðið var að hafna því tilboði þar sem það þótti óásættanlegt.

Frá þeim tíma hafa önnur álitlegri tilboð borist í eignarhlutinn sem gefa til kynna að verðmæti hans hafi aukist um 25 milljónir evra á árinu eða um 4,6 milljarða kr.

Þá kemur fram í skýrslunni að skilanefndin hefur ákveðið að selja FIH bankann danska ekki í bráð. Bankinn sé traust eign og að verðmæti hans muni aukast að mun eftir því sem alþjóðlegir fjármálamarkaðir taka við sér að nýju.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×