Viðskipti innlent

Síldveiðin ákveðin á næstu dögum, milljarðar í húfi

Það kemur í ljós á næstu dögum hvort veiði á sumargotsíld verði heimiluð á Íslandsmiðum. Um gríðarlega hagsmuni er að ræða. Verðmætin hlaupa á milljörðum kr.

Gríðarlegt magn fannst um helgina á innanverðum Breiðafirði rétt undan Stykkishólmi. Verið er að rannsaka hvort og hve mikið síldin er sýkt en sýkingin spillti þessum veiðum í fyrra.

Hafrannsóknarstofnun í samstarfi við hagsmunaaðila hóf síldarleit í síðustu viku og hafa þrjú veiðiskip leitað að síld á öllum Íslandsmiðum, staðsett hana og áætlað sýkinguna sem talið er að hafi drepið þriðjung þessa síldarstofns síðastliðinn vetur og vor.

Leitarsvæðið er mjög umfangsmikið eða allt frá Langanesi, suður og vestur um og norður fyrir Vestfirði. Sýnin verða skoðuð af starfsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar í rannsóknastofu í landi. Í framhaldinu mun Hafrannsóknastofnun veita ráðgjöf um hvort þessi síld verði veidd við Íslandsstrendur, eða ekki.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×