Viðskipti innlent

Össur skilar 700 milljóna hagnaði á 3. ársfjórðung

Össur hf. skilaði rúmlega 700 milljón kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Sala félagsins á því tímabili nam 84 milljónum dollara, eða rúmlega 10 milljörðum kr. og nam hagnaðurinn 7% af sölunni.

Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 13,7 milljónum dollara eða ríflega tvöfalt hærri upphæð en forráðamenn Össurar eru samt ánægðir með uppgjörið.

"Við erum ánægð með niðurstöður fjórðungsins. Reksturinn gengur vel og er arðsamur. Sala á stoðtækjum hefur farið fram úr væntingum, vörunýjungar og ný kynslóð af hátæknihnénu RHEO KNEE hafa hlotið góðar móttökur á markaðnum og styrkir það hátæknivörulínu okkar enn frekar," segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar í tilkynningu um uppgjörið

„Sala á spelkum og stuðningsvörum er að ná jafnvægi og við erum vongóð um að sjá viðsnúning í sölu á þessari vörulínu á næstu fjórðungum. "














Fleiri fréttir

Sjá meira


×