Viðskipti innlent

Vel gengur að endurheimta eignir Kaupþings

Vel gengur að endurheimta og endurskipuleggja eignir gamla Kaupþings og og samkvæmt uppfærðri skýrslu skilanefndar bankans hafa 29 milljarðar innheimst af lánum úr eignasöfnum á Norðurlöndunum og í Evrópu.

Þessi inmnhemtu lán nema 5,5% af eignasafninu á Norðurlöndunum og 8,5% af eignasafninu í Evrópu m.v. nafnverð þeirra.

Frá því fyrir áramót hefur tekist að endurskipuleggja töluverðan hluta af eignasafni Kaupþing í Evrópu og á Norðurlöndunum. Endurskipulagningin á eignum í Evrópu nær til 68% þeirra og þar af hefur að fullu verið lokið endurskipulagningu á 40%.

Hvað eignasafnið á Norðurlöndunum varðar er búið að endurskipulegga 45% af eignunum og þar af 11% að fullu. Í desember s.l. var 76% af eignunum í Evrópu á athugunarlista (watch list) þ.e. óljóst með endurheimtur og 44% af eignasafninu á Norðurlöndunum.

Eignarsöfnin sem verið er að endurskipuleggja eru 162 milljarðar kr. að nafnverði í heild sinni. Af þeirri upphæð eru níu eignir upp á 110 milljarða kr. þar sem endurskipulagninu er lokið.

Núna eru aðeins 21% af eignunum í Evrópu og 14% af eignunum á Norðurlöndunum enn á skoðunarlistanum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×