Viðskipti innlent

Ársverðbólgan lækkar í 9,7%, mun minna en spáð var

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 13,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,5% sem jafngildir 10,2% verðbólgu á ári. Ársverðbólgan mældist 10,8% í síðasta mánuði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í október 2009 er 353,6 stig og hækkaði um 1,14% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 332,5 stig og hækkaði hún um 1,09% frá september.

Þetta er mun meiri hækkun á vísitölunni á milli mánaða en flestir greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þeirra spár lágu á bilinu 0,5 til 0,7% hækkun og að ársverðbólgan yrði í kringum 9%.

Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 1,4% (vísitöluáhrif 0,19%) og voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,23% en af lækkun raunvaxta -0,04%. Verð á dagvörum hækkaði um 1,0% (0,18%) og verð á fötum og skóm um 1,6% (0,10%). Þá hækkaði verð á flugfargjöldum til útlanda um 17,5% (0,14%).












Fleiri fréttir

Sjá meira


×