Viðskipti innlent

Ísland loksins komið á dagskrá AGS

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur loksins sett Ísland á dagskrá sína en það geriðst nú í hádeginu. Þar með er ljóst að endurskoðun áætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda verður tekin fyrir hjá stjórn sjóðsins í þessari viku.

Í síðustu viku lýstu stjórnvöld og forsvarsmenn sjóðsins því yfir að fyrsta endurskoðun áætlunarinnar, sem hefur tafist í marga mánuði vegna Icesave deilunnar, yrði að öllum líkindum tekin fyrir í framkvæmdastjórn AGS á miðvikudaginn kemur, þann 28. október.

Samkvæmt yfirliti á vefsíðu AGS stendur þessi dagsetning.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×