Viðskipti innlent

Atorka fékk heimild til nauðasamninga

Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á beiðni Atorku Group hf. um heimild til að leita nauðasamnings við lánardrottna sína.

Í tilkynningu segir að umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum var skipaður Brynjar Níelsson, hrl.

Í tilkynningu frá félaginu í síðustu viku sagði að stjórn Atorku leggði áherslu á að með samþykkt nauðasamnings muni félagið geta stutt við dóttur- og hlutdeildarfélög sín og hámarkað þannig virði eigna.

Forsendur nauðasamningsins gera ráð fyrir að endurheimtuhlutfall kröfuhafa verði a.m.k. 40% en samkvæmt efnhagsreikningi félagsins frá 30. september 2009 verður endurheimtuhlutfallið 60%.

Við undirbúning nauðasamningsins hefur stjórn Atorku lagt áherslu á samstarf við alla hagsmunaaðila um úrlausn mála, að skapa traustan ramma um stjórnun, eignarhald og að standa vörð um verðmæti eigna Atorku til framtíðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×