Viðskipti innlent

Verðbólgumæling hleypir lífi í skuldabréfamarkaðinn

Verðbólgumæling morgunsins hefur hleypt nokkru lífi í skuldabréfamarkað það sem af er degi. Nokkur kaupáhugi hefur verið á íbúðabréfum, og hefur ávöxtunarkrafa þeirra lækkað um 5-12 punkta frá opnun markaðar.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þetta sé skiljanlegt í ljósi þess að bréfin munu skila eigendum sínum talsvert meiri ávöxtun í nóvember en flestir höfðu vænst. Velta með íbúðabréfin hefur hins vegar verið innan við milljarð.

Öðru máli gegnir um ríkisbréf, en þar hafa viðskipti verið líflega og veltan er þegar komin í tæplega 8 milljarða kr. þegar þetta er ritað (kl.11:15). Söluþrýstingur hefur verið á ríkisbréfin og hefur krafa þeirra hækkað um 4-49 punkta.

RIKB11 er þó undantekning frá þessari reglu, en krafa þess flokks hefur lækkað um 4 punkta það sem af er degi. Verðbólguálag á markaði hefur því almennt hækkað nokkuð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×