Viðskipti innlent

SP fjármögnun hringlar með vægi gjaldmiðla

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

 

SP fjármögnun hringlar með vægi gjaldmiðla í myntkörfulánum til að hækka greiðslur viðskiptavina segir viðskiptafræðingur og lántaki hjá SP fjármögnun. Hún furðar sig á því að fyrirtæki geti verið með sína eigin gjaldmiðla.

 

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, viðskiptafræðingur, er með bílalán hjá SP fjármögnum. Lánið, sem hækkað hefur um 100% síðustu mánuði, er að helmingshluta í íslenskum krónum annars vegar og myntkörfunni SP5 hinsvegar sem er samsett úr fjórum erlendum gjaldmiðlum.

 

Þórdís Björk skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún segir að vægi þeirra gjaldmiðla sem eru í myntkörfunni sé nú annað en þegar lánið var tekið, þrátt fyrir að engin heimild sé fyrir því í skilmálum lánsins.

 

Í svari SP fjármögnunar til Þórdísar kom fram að vægið hefði breyst og nú væri japanska yenið t.a.m. komið í 2268% en var áður 15%. Fyrirtækið notaðist við vægi gjaldmiðla en ekki prósentuhlutfall, heldur magn/hlutfall gjaldmiðla í einingum myntkörfunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×