Viðskipti innlent

Tveir og hálfur milljarður á ári í vaxtamun vegna lánanna

Íslendingar munu greiða um tvo og hálfan milljarð króna á ári í vaxtakostnað vegna þeirra lána sem afgreidd verða við endurskoðun Alþjóðgjaldeyrissjóðsins á morgun.

Til stendur að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins endurskoði efnahagsáætlun Íslands á morgun. Gangi endurskoðunin eftir munu Íslendingar fá aðgang að lánsfé upp á rúmlega 100 milljarða króna.Um er ræða lán frá Norrænu ríkjunum og Póllandi sem og lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Peningarnir verða væntanlega lagðir inn á vaxtaberandi reikning í Bandaríkjunum. Innlánsvextir eru hins vegar mun lægri en þeir vextir sem lánin bera. Vaxtamunurinn kostar þannig Íslendinga um tvo og hálfan milljarð króna á ári.

Þegar búið verður afgreiða öll þau lán sem Íslendingum stendur til boða samkvæmt áætlun Alþjóðgjaldeyrissjóðsins verður vaxtakostnaðurinn kominn upp í tæpa 14 milljarða á ári.

Þetta kann þó að breytast þar sem ríkisstjórnin skoðar nú þá möguleika að draga úr lánveitingum og jafnvel breyta lánum Norrænu ríkjanna í lánalínur. Sú aðgerð gæti lækkað vaxtakostnaðinn um nokkra milljarða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×