Greining: Gjaldþrot aukast verulega næstu mánuði 27. október 2009 13:23 Greining Íslandsbanka segir að búast megi við því að gjaldþrotum muni fjölga verulega á næstu mánuðum. Leggur greiningin þar til grundvallar tölu um gjaldþrot á árinu og skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem gefin var út í gærdag. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem hafa ríkt í íslensku efnahagslífi á síðustu misserum kemur ekki á óvart að gjaldþrota fyrirtækjum taki að fjölga á ný. Nú í september síðastliðnum voru alls 86 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta, sem eru 65% fleiri fyrirtæki en á sama tíma fyrir ári. Við þessa viðbót hafa því alls 641 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta á fyrstu 9 mánuðum ársins sem jafngildir um 23% aukningu milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina hafa gjaldþrot orðið tíðust í þeim greinum sem hafa orðið verst úti í kreppunni. Ljóst er að fjármálakreppan hefur komið afar illa niður á fyrirtækjum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Samtals hafa 179 fyrirtæki í þeim geira orðið gjaldþrota á fyrstu 9 mánuðum ársins sem eru 83% fleiri fyrirtæki en á sama tímabili fyrir ári. Jafnframt horfir ekki vel hjá fyrirtækjum í þessari tegund af starfsemi, en skv. skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika fellur um helmingur útlána þeirra á gjalddaga á næstu fjórum árum og um þriðjungur á næstu tólf mánuðum. Þessi stutti líftími lána gæti þar af leiðandi bakað þeim frekari erfiðleika, en eins og kunnugt er hefur verulega dregið úr veltu á íbúða- og atvinnuhúsnæðismarkaði. Það sem af er ári var aukningin mest á fyrsta þriðjungi ársins en svo tók við tímabil þar sem fjöldi gjaldþrota fyrirtækja var viðlíka eða jafnvel minni en á sama tímabili í fyrra. Hér má því reikna með að mörgum þeirra fyrirtækja sem hafa orðið illa út í efnahagshremmingum síðustu misseri hafi verið haldið uppi af bönkum og koma þannig afleiðingar kreppunnar fram með töf í gjaldþrotatölum. Út frá skýrslu Seðlabankans má ráða að fjöldi fyrirtækja er í verulegum greiðsluerfiðleikum en um fjórðungur fyrirtækja var með lán í vanskilum í lok júní. Enn fremur kemur fram að sökum þess hve mikill hluti útlána til fyrirtækja eru kúlulán er líklegt að tölur um vanskil vanmeti vanda fyrirtækja. Bendir því flest til þess að gjaldþrot komi til með að aukast verulega á næstu mánuðum. Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Greining Íslandsbanka segir að búast megi við því að gjaldþrotum muni fjölga verulega á næstu mánuðum. Leggur greiningin þar til grundvallar tölu um gjaldþrot á árinu og skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem gefin var út í gærdag. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem hafa ríkt í íslensku efnahagslífi á síðustu misserum kemur ekki á óvart að gjaldþrota fyrirtækjum taki að fjölga á ný. Nú í september síðastliðnum voru alls 86 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta, sem eru 65% fleiri fyrirtæki en á sama tíma fyrir ári. Við þessa viðbót hafa því alls 641 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta á fyrstu 9 mánuðum ársins sem jafngildir um 23% aukningu milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina hafa gjaldþrot orðið tíðust í þeim greinum sem hafa orðið verst úti í kreppunni. Ljóst er að fjármálakreppan hefur komið afar illa niður á fyrirtækjum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Samtals hafa 179 fyrirtæki í þeim geira orðið gjaldþrota á fyrstu 9 mánuðum ársins sem eru 83% fleiri fyrirtæki en á sama tímabili fyrir ári. Jafnframt horfir ekki vel hjá fyrirtækjum í þessari tegund af starfsemi, en skv. skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika fellur um helmingur útlána þeirra á gjalddaga á næstu fjórum árum og um þriðjungur á næstu tólf mánuðum. Þessi stutti líftími lána gæti þar af leiðandi bakað þeim frekari erfiðleika, en eins og kunnugt er hefur verulega dregið úr veltu á íbúða- og atvinnuhúsnæðismarkaði. Það sem af er ári var aukningin mest á fyrsta þriðjungi ársins en svo tók við tímabil þar sem fjöldi gjaldþrota fyrirtækja var viðlíka eða jafnvel minni en á sama tímabili í fyrra. Hér má því reikna með að mörgum þeirra fyrirtækja sem hafa orðið illa út í efnahagshremmingum síðustu misseri hafi verið haldið uppi af bönkum og koma þannig afleiðingar kreppunnar fram með töf í gjaldþrotatölum. Út frá skýrslu Seðlabankans má ráða að fjöldi fyrirtækja er í verulegum greiðsluerfiðleikum en um fjórðungur fyrirtækja var með lán í vanskilum í lok júní. Enn fremur kemur fram að sökum þess hve mikill hluti útlána til fyrirtækja eru kúlulán er líklegt að tölur um vanskil vanmeti vanda fyrirtækja. Bendir því flest til þess að gjaldþrot komi til með að aukast verulega á næstu mánuðum.
Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira