Greining: Gjaldþrot aukast verulega næstu mánuði 27. október 2009 13:23 Greining Íslandsbanka segir að búast megi við því að gjaldþrotum muni fjölga verulega á næstu mánuðum. Leggur greiningin þar til grundvallar tölu um gjaldþrot á árinu og skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem gefin var út í gærdag. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem hafa ríkt í íslensku efnahagslífi á síðustu misserum kemur ekki á óvart að gjaldþrota fyrirtækjum taki að fjölga á ný. Nú í september síðastliðnum voru alls 86 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta, sem eru 65% fleiri fyrirtæki en á sama tíma fyrir ári. Við þessa viðbót hafa því alls 641 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta á fyrstu 9 mánuðum ársins sem jafngildir um 23% aukningu milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina hafa gjaldþrot orðið tíðust í þeim greinum sem hafa orðið verst úti í kreppunni. Ljóst er að fjármálakreppan hefur komið afar illa niður á fyrirtækjum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Samtals hafa 179 fyrirtæki í þeim geira orðið gjaldþrota á fyrstu 9 mánuðum ársins sem eru 83% fleiri fyrirtæki en á sama tímabili fyrir ári. Jafnframt horfir ekki vel hjá fyrirtækjum í þessari tegund af starfsemi, en skv. skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika fellur um helmingur útlána þeirra á gjalddaga á næstu fjórum árum og um þriðjungur á næstu tólf mánuðum. Þessi stutti líftími lána gæti þar af leiðandi bakað þeim frekari erfiðleika, en eins og kunnugt er hefur verulega dregið úr veltu á íbúða- og atvinnuhúsnæðismarkaði. Það sem af er ári var aukningin mest á fyrsta þriðjungi ársins en svo tók við tímabil þar sem fjöldi gjaldþrota fyrirtækja var viðlíka eða jafnvel minni en á sama tímabili í fyrra. Hér má því reikna með að mörgum þeirra fyrirtækja sem hafa orðið illa út í efnahagshremmingum síðustu misseri hafi verið haldið uppi af bönkum og koma þannig afleiðingar kreppunnar fram með töf í gjaldþrotatölum. Út frá skýrslu Seðlabankans má ráða að fjöldi fyrirtækja er í verulegum greiðsluerfiðleikum en um fjórðungur fyrirtækja var með lán í vanskilum í lok júní. Enn fremur kemur fram að sökum þess hve mikill hluti útlána til fyrirtækja eru kúlulán er líklegt að tölur um vanskil vanmeti vanda fyrirtækja. Bendir því flest til þess að gjaldþrot komi til með að aukast verulega á næstu mánuðum. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Greining Íslandsbanka segir að búast megi við því að gjaldþrotum muni fjölga verulega á næstu mánuðum. Leggur greiningin þar til grundvallar tölu um gjaldþrot á árinu og skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem gefin var út í gærdag. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem hafa ríkt í íslensku efnahagslífi á síðustu misserum kemur ekki á óvart að gjaldþrota fyrirtækjum taki að fjölga á ný. Nú í september síðastliðnum voru alls 86 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta, sem eru 65% fleiri fyrirtæki en á sama tíma fyrir ári. Við þessa viðbót hafa því alls 641 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta á fyrstu 9 mánuðum ársins sem jafngildir um 23% aukningu milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina hafa gjaldþrot orðið tíðust í þeim greinum sem hafa orðið verst úti í kreppunni. Ljóst er að fjármálakreppan hefur komið afar illa niður á fyrirtækjum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Samtals hafa 179 fyrirtæki í þeim geira orðið gjaldþrota á fyrstu 9 mánuðum ársins sem eru 83% fleiri fyrirtæki en á sama tímabili fyrir ári. Jafnframt horfir ekki vel hjá fyrirtækjum í þessari tegund af starfsemi, en skv. skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika fellur um helmingur útlána þeirra á gjalddaga á næstu fjórum árum og um þriðjungur á næstu tólf mánuðum. Þessi stutti líftími lána gæti þar af leiðandi bakað þeim frekari erfiðleika, en eins og kunnugt er hefur verulega dregið úr veltu á íbúða- og atvinnuhúsnæðismarkaði. Það sem af er ári var aukningin mest á fyrsta þriðjungi ársins en svo tók við tímabil þar sem fjöldi gjaldþrota fyrirtækja var viðlíka eða jafnvel minni en á sama tímabili í fyrra. Hér má því reikna með að mörgum þeirra fyrirtækja sem hafa orðið illa út í efnahagshremmingum síðustu misseri hafi verið haldið uppi af bönkum og koma þannig afleiðingar kreppunnar fram með töf í gjaldþrotatölum. Út frá skýrslu Seðlabankans má ráða að fjöldi fyrirtækja er í verulegum greiðsluerfiðleikum en um fjórðungur fyrirtækja var með lán í vanskilum í lok júní. Enn fremur kemur fram að sökum þess hve mikill hluti útlána til fyrirtækja eru kúlulán er líklegt að tölur um vanskil vanmeti vanda fyrirtækja. Bendir því flest til þess að gjaldþrot komi til með að aukast verulega á næstu mánuðum.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun