Viðskipti innlent

Þúsund milljarðar í vanskilum

Rúmlega eittþúsund milljarðar sem lánaðir hafa verið til einkahlutafélaga eru í vanskilum. Ýmislegt bendir til að útlánastefna gömlu bankanna hafi var óábyrg segir seðlabankastjóri sem telur að fari allt á versta veg geti mikil útlán bankanna til einkahlutafélaga gert endurreisnina erfiðari en ella.

Í fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans segir að erfitt sé að leggja mat á helstu áhættuþætti í fjármálakerfinu þar sem enn ríki óvissa um eignir, fjármögnun og eignarhald fjármálafyrirtækja.

Í skýrslunni er dregin fremur svört mynd af ástandi fyrirtækja hér á landi. Útistandandi lán lánastofnana til innlendra fyrirtækja námu rúmlega 4600 milljörðum króna í lok júní. Þar af námu lán til eignarhaldsfélaga um 1800 milljörðum en flest þeirra eru gengisbundin.

Vanskil meðal eignarhaldsfélaga eru meiri en gengur og gerist en um 1026 milljarðar eru í vanskilum og þar af rúmir 820 milljarðar í alvarlegum vanskilum. Um helmingur lána til eignarhaldsfélaga eru kúlulán og koma vanskil því ekki fram fyrr en að lánstíma loknum. Vanskil gætu því verið vanmetin. Um 55% lánanna eru á gjalddaga næstu tvö árin.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir of fljótt að segja til um á þessum tímapunkti hvort útlánastefna gömlu bankana geri endurreisninni erfiðara fyrir. „Hún gæti gert það ef að illa fer og að vanskilin verði töluvert meiri en talið var þegar eignirnar voru færðar yfir."

Þá segir Már ýmislegt benda til þess að óábyrgt hafi verið lána svona mikið til eignarhaldsfélaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×