Fleiri fréttir

Reginn festir kaup á Ofanleiti 2

Reginn hf. hefur fest kaup á fasteigninni að Ofanleiti 2 af félaginu SVÍV. Félagið er sjálfseignastofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun.

FME: Sigurður var ekki hættur í stjórn Stapa

Að gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið (FME) taka fram að stjórnarmaður í lífeyrissjóði sem eftirlitið vék nýlega frá störfum, var ekki hættur sem stjórnarmaður.

Miðborgin er ekki lengur dýrust

Leiguverð er orðið hærra í Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar en í miðborginni og Vesturbænum. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um að meðaltali 7,6 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Vill bíða með nauðasamninga

Nefnd fulltrúa allra þingflokka um afnám gjaldeyrishafta hefur áhyggjur af fyrirhuguðum nauðasamningum Glitnis og Kaupþings og telur óráðlegt að samþykkja þá fyrr en heildræn stefna um afnám hafta og samningsafstaða liggur fyrir. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndin sendi formönnum allra stjórnmálaflokka í gær. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum.

Milljarða tugir í hagnað

Afkoma í sjávarútvegi var afburðagóð á árinu 2011, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Framlegð sjávarútvegsins nam rétt tæpum 80 milljörðum króna á árinu 2011 fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) auk greiðslu á 3,7 milljörðum króna í veiðigjald.

Rekja óánægju kúnna Dróma til aðgerðarleysis Arion banka

Hluti óánægju viðskiptavina Dróma má rekja til aðgerða og aðgerðarleysis Arion banka en lánasafn Dróma er þjónustað af bankanum. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar um aðgerðir vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

Veltu milljarði út af góðu veðri

Velta Kjörís í Hveragerði fór í fyrsta sinn yfir einn milljarð króna í veltu á einu starfsári samkvæmt frétt sem birtist á vef Sunnlenska.is í dag. Þetta gerðist þann 21. nóvember síðastliðinn.

Álögur á bensín og bjór verða ekki hækkaðar

Fallið hefur verið frá hækkunum á opinberum gjöldum á bensíni, olíu, bjór, léttvíni og útvarpssgjaldi og bifreiðargjöldum, sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, greindi frá þessu í umræðum um frumvarpið í dag.

Mun betri afkoma í sjávarútvegi en reiknað var með

EBITDA framlegð sjávarútvegsins (hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir) nam rétt tæpum 80 milljörðum króna á árinu 2011, eftir greiðslu á 3,7 mö.kr. í veiðigjald, en nam tæpum 64 mö.kr. árið 2010, eftir greiðslu á 2,3 mö.kr. í veiðigjald. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og er vitnað til talna frá Hagstofu Íslands sem komu í morgun.

Saksóknari verst frétta af tilkynningum RNA

Mörg þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) tilkynnti til embættis sérstaks saksóknara þegar hún skilaði skýrslu sinni á vormánuðum 2010, eru enn til rannsóknar hjá embættinu. Ólafur Þór Hauksson saksóknari verst frétta af gangi rannsóknanna, en segir mörg mál vera langt komin í rannsókn.

Leiguverð hækkaði í nóvember

Leiguverð hækkaði um 0,6% í nóvembermánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessu hækkað um tæp 8% undafarna 12 mánuði.

Mannvit fær styrk til jarðvarmaverks í Ungverjalandi

Jarðvarmaverkefni sem Mannvit í Ungverjalandi hefur þróað í samstarfi við þarlenda aðila er meðal 23 grænna evrópskra orkuverkefna sem hlutu styrk samkvæmt NER300 áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

NIB heldur topplánshæfiseinkunn sinni

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur staðfest topplánshæfiseinkunn eða AAA fyrir Norræna fjárfestingarbankann (NIB) með stöðugum horfum.

Dráttarvextir verða óbreyttir

Dráttarvextir verða óbreyttir í 13% fyrir janúarmánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Seðlabankans. Vextir verðtryggðra útlána haldast einnig óbreyttir í 3,75%. Hinsvegar hækka vextir óverðtryggðra útlána í 6,75% og vextir af skaðabótakröfum hækka í 4,5%.

ESA hættir rannsókn

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hætti í gær rannsókn á ríkisaðstoð til fjárfestingabankanna Saga Capital, VBS og Askar Capital.

Vikið burt en hætti fyrir sjö mánuðum

Sigurður Jóhannesson, sem Fjármálaeftirlitið (FME) vék í vikunni úr stjórn lífeyrissjóðsins Stapa vegna þekkingar- og reynsluleysis, hætti í stjórninni fyrir sjö mánuðum.

Endurskipulagning Fasteignar í uppnámi

Endurskipulagning Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (EFF) tefst, þar sem ekki liggur fyrir hvort Seðlabanki Íslands fellst á skuldauppgjör í evrum við þrotabú Glitnis. Stjórn og aðstandendum félagsins var kynnt staðan á fundi fyrir helgi. „Þar var upplýst að þetta færi að líkindum ekki óbreytt í gegn,“ segir Ingvi Jónasson, framkvæmdastóri EFF.

Fréttaskýring: Bankabandalag þvert á landamæri

Í síðustu viku samþykktu leiðtogar Evrópusambandsríkja að koma á fót eftirliti með fjármálastarfsemi þvert á landamæri, og hefur heildarumgjörð þessa eftirlits verið nefnd bankabandalag (Banking union). Tvennt vegur þyngst þegar að þessu yfirþjóðlega eftirliti með fjármálakerfinu kemur.

Byggingakostnaður hefur hækkað um 3% á árinu

Byggingarvísitalan hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði, en hún er 115,8 stig í desember. Verð á innfluttu efni hækkaði um 0,9%, sem skýrir hækkun vísitölunnar. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,1%, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju og er tunnan af Brentolíunni komin í 109,5 dollara. Á föstudaginn var kostaði tunnan hinsvegar innan við 107 dollara. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin yfir 88 dollara og hefur hækkað um 0,5% frá því í gær.

Aflaverðmætið jókst um 7,2% milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 122,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2012 samanborið við 114,5 milljarða á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 8,3 milljarða eða 7,2% á milli ára.

Hagstofan mælir 4,4% atvinnuleysi í nóvember

Í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands í nóvember kemur fram að atvinnuleysi var 4.4% í mánuðinum. Að jafnaði voru 174.200manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 166.500 starfandi og 7.600 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 77,4%, hlutfall starfandi 74% og atvinnuleysi var 4,4%.

Lettland vill taka upp evruna

Lettland ætlar að sækja um að fá að taka upp evrur sem gjaldmiðil sinn í febrúar á næsta ári.

Gullið hlutabréf til Seðlabankans

Þrotabú Glitnis hefur formlega óskað eftir samþykki Seðlabanka Íslands fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að geta staðfest fyrirhugaðan nauðasamning sinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins felur tillaga Glitnis meðal annars í sér útgáfu á sv

Stjórnarmanni vikið úr stjórn Stapa út af þekkingar- og reynsluleysi

Fjármálaeftirlitið hefur gert Sigurði Jóhannessyni að hætta störfum sem stjórnarmaður hjá Stapa lífeyrissjóði samkvæmt tilkynningu sem finna má á vef FME. Ástæðan var sú að hann taldist ekki búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt.

Samsung vill grafa stríðsöxina

Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur dregið lögbannskröfu sína á vörur Apple til baka. Málið tekur til sölu á vörum Apple í Evrópu. Samsung hélt því upphaflega fram að Apple hefði nýtt sér höfundarréttarvarinn hugbúnað sinn í snjallsímum sínum og spjaldtölvum.

Instagram áskilur sér rétt til að selja myndirnar þínar

Stjórnendur Instagram opinberuðu breytingar á notendaskilmálum sínum í dag. Instagram áskilur sér nú rétt til að selja ljósmyndir notenda sinna án þess að láta þá vita. Höfundar ljósmyndanna munu ekki geta farið fram á greiðslu frá Instagram vegna þessa.

Þriðja félagið á markað í Kauphöllinni

Viðskipti hófust með bréf í Fjarskiptum, sem rekur Vodafone á Íslandi, í Kauphöllinni í morgun. Um er að ræða þriðju nýskráninguna á þessu ári en fasteignafélagið Reginn var skráð í markað í byrjun júlí síðastliðnum og Eimskip var skráð í Kauphöllina um miðjan nóvember. Samtals eru nýskráningarnar nú orðnar fjórar frá hruni en í desember á síðasta ári riðu Hagar á vaðið.

Opnað fyrir viðskipti með bréf í Fjarskiptum

Viðskipti hefjast í dag með hlutabréf Fjarskipta hf. á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Fjarskipti, sem rekur Vodafone á Íslandi, tilheyrir fjarskiptageiranum og flokkast sem lítið félag. Vodafone á Íslandi er þriðja félagið sem skráð er í Kauphöllina á Íslandi á þessu ári. "Þetta er stór dagur í okkar sögu og fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn. Með skráningu félagsins hefur bæst við ný atvinnugrein á hlutabréfamarkaðinn og sem eina fjarskiptafélagið þar hlökkum við til að vinna með nýjum eigendum og fjárfestum,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone.

Meðallaun á Íslandi rétt undir meðallagi ESB ríkjanna

Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þegar horft er til starfsstétta voru stjórnendur, sérfræðingar, tæknar og skrifstofufólk með laun undir meðaltali samsvarandi hópa í Evrópusambandinu en laun þjónustu- og sölufólks, iðnaðarmanna og iðnverkafólks, véla- og vélgæslufólks og ósérhæfðs starfsfólks voru yfir meðaltali.

Spáir óbreyttri verðbólgu í desember

Greiningardeild Arion banka spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í desember. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan mælast óbreytt í 4,5% í desember.

Sjá næstu 50 fréttir