Viðskipti innlent

Vill bíða með nauðasamninga

Umsókn Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að slitastjórn Glitnis hefði sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum vegna nauðasamnings bankans. fréttablaðið/pjetur
Umsókn Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að slitastjórn Glitnis hefði sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum vegna nauðasamnings bankans. fréttablaðið/pjetur
Nefnd fulltrúa allra þingflokka um afnám gjaldeyrishafta hefur áhyggjur af fyrirhuguðum nauðasamningum Glitnis og Kaupþings og telur óráðlegt að samþykkja þá fyrr en heildræn stefna um afnám hafta og samningsafstaða liggur fyrir. Þetta kemur fram í bréfi sem nefndin sendi formönnum allra stjórnmálaflokka í gær. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum.

Nefndin kemur einnig fram áhyggjum sínum af því að Glitnir og Kaupþing stefni að frágangi nauðasamninga og skipulegri útgreiðslu í kjölfar þeirra. Í bréfinu segir að það sé skoðun nefndarmanna „að við þessar aðstæður sé rétt að bíða átekta og meta stöðuna ítarlega áður en slíkum nauðasamningum er veitt brautargengi.

Einnig er mikilvægt að mati nefndarmanna að ákvörðunarrammi stjórnvalda í tengslum við jafn mikilvægt mál og hér um ræðir sé styrktur frá því sem nú er og kæmi í því sambandi til álita að breyta núgildandi lagaákvæðum.

Í því felst meðal annars að létta þrýstingi af Seðlabankanum um að setja reglur sem varða undanþágur gömlu bankanna til gjaldeyrisviðskipta“.

Nefndin undirstrikar að lokum þörf fyrir heildstæða áætlun um losun hafta og telur óráðlegt að gera róttækar breytingar á núverandi starfsumhverfi gömlu bankanna fyrr en slík liggur fyrir.

- þsj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×