Viðskipti innlent

Reginn festir kaup á Ofanleiti 2

Reginn hf. hefur fest kaup á fasteigninni að Ofanleiti 2 af félaginu SVÍV. Félagið er sjálfseignastofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun.

Fasteignin er 7.781 fermetrar að stærð og hýsir í dag rekstur yfir 20 leigutaka með fjölbreytta starfsemi. Áður var Háskólinn í Reykjavík með aðsetur í eigninni. Réttindi leigutaka haldast óbreytt við kaup Regins á eigninni.

Áætlað er að kaupsamningur verði undirritaður í janúar n.k. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að kaupverðið sé trúnaðarmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×