Viðskipti innlent

Álögur á bensín og bjór verða ekki hækkaðar

Álögur á bensín verða ekki hækkaðar.
Álögur á bensín verða ekki hækkaðar. Mynd'/ Anton.
Fallið hefur verið frá hækkunum á opinberum gjöldum á bensíni, olíu, bjór, léttvíni og útvarpssgjaldi og bifreiðargjöldum, sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, greindi frá þessu í umræðum um frumvarpið í dag.

Hann sagði að þetta væri mjög mikilvægt því þetta myndi draga úr verðlagsáhrifum frumvarpsins. „Og dregur úr þeim hækkun sem ella hefðu orðð á skuldum heimilanna um hátt í tvo milljarða króna," sagði Helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×