Viðskipti innlent

Sigurður keypti fyrir 23,7 milljónir í Icelandair

Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair hefur keypt rúma þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir samtals 23,7 milljónir króna.

Þetta kom fram í flöggun frá Icelandair en þar segir að Sigurður eigi nú 10 milljónir hluta í félaginu. Sigurður keypti bréfin á genginu 7,86 krónur á hlut.

Miðað við gengi hlutabréfa félagsins nemur verðmæti bréfa hans tæpum 80 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×