Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2025 21:44 Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. Vísir/Vilhelm Annar fjórðungur þessa árs var sá besti í sögu líftæknifyrirtækisins Alvotech. Fyrri hluta ársins varð yfir tvö hundruð prósenta aukning á tekjum af sölu lyfja, samanborið við sama tímabil í fyrra. Fyrirtækið birti í dag uppgjör fyrir fyrri hluta ársins en þar komur fram að tekjur af sölu lyfja voru 204,7 milljónir dala. Það samsvarar rúmum 25 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar 65,9 milljónir dala eða um átta milljarðar króna. Í uppgjörinu segir að annar fjórðungur ársins hafi verið sá besti í sögu Alvotech. Félagið átti þann 30. júní 151,5 milljónir dala í lausu fé og heildarskuldir þess voru 1,1 milljarður dala. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar hér á vef Alvotech. Uppgjörið verður kynnt af stjórnendum félagsins á morgun og verður hægt að hlusta á þá kynningu í beinni. „Alvotech náði góðum árangri á fyrri helmingi ársins, þar sem tekjur af lyfjasölu jukust um meira en 200 prósent við sama tíma í fyrra. Þá var annar ársfjórðungur besti fjórðungur í sögu félagsins hvað varðar handbært fé frá rekstri. Nýir samningar um markaðssetningu sem kynntir voru á síðasta ársfjórðungi endurspegla vel þau miklu verðmæti sem fólgin eru í lyfjunum sem við erum að þróa,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech, í fréttatilkynningu vegna uppgjörsins. „Með kaupum á rannsóknarstarfsemi Xbrane í Svíþjóð getum við svo sett enn meiri kraft í lyfjaþróunina. Við viljum halda utan um alla þætti í þróun og framleiðslu hliðstæðnanna og eru kaupin í byrjun júlí á starfsemi Ivers-Lee, sem sérhæfir sig í pökkun lyfja, liður í því.“ Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn Alvotech hafi á fyrri hluta ársins gert tvo samninga um aukið samstarf við Advanz Pharma um markaðssetningu í Evrópu á fjórum líftæknilyfjahliðstæðum sem eru í þróun. Þá var einnig gerður samningur við Dr. Reddy‘s Laboratories Ltd. um þróun, framleiðslu og markaðssetningu á fyrirhugaðri hliðstæðu en samningurinn felur í sér að félögin muni deila kostnaði og ábyrgð á þróun og framleiðslu hliðstæðunnar. Einnig var lokið við kaup á rannsóknarstarfsemi líftæknifyrirtækisins Xbrane í Stokkhólmi og lyfjahugviti tengdu fyrirhugaðri hliðstæðu við líftæknilyfið Cimzia. Þá sömdu forsvarsmenn félagsins við lánveitendur um að lækka vexti á langtímaskuldum og lækkar vaxtakostnaður Alvotech á fyrstu tólf mánuðunum eftir vaxtalækkunina um rúmar 8,2 milljónir dala. Það samsvarar um einum milljarði króna. Alvotech Uppgjör og ársreikningar Líftækni Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Fyrirtækið birti í dag uppgjör fyrir fyrri hluta ársins en þar komur fram að tekjur af sölu lyfja voru 204,7 milljónir dala. Það samsvarar rúmum 25 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar 65,9 milljónir dala eða um átta milljarðar króna. Í uppgjörinu segir að annar fjórðungur ársins hafi verið sá besti í sögu Alvotech. Félagið átti þann 30. júní 151,5 milljónir dala í lausu fé og heildarskuldir þess voru 1,1 milljarður dala. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar hér á vef Alvotech. Uppgjörið verður kynnt af stjórnendum félagsins á morgun og verður hægt að hlusta á þá kynningu í beinni. „Alvotech náði góðum árangri á fyrri helmingi ársins, þar sem tekjur af lyfjasölu jukust um meira en 200 prósent við sama tíma í fyrra. Þá var annar ársfjórðungur besti fjórðungur í sögu félagsins hvað varðar handbært fé frá rekstri. Nýir samningar um markaðssetningu sem kynntir voru á síðasta ársfjórðungi endurspegla vel þau miklu verðmæti sem fólgin eru í lyfjunum sem við erum að þróa,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech, í fréttatilkynningu vegna uppgjörsins. „Með kaupum á rannsóknarstarfsemi Xbrane í Svíþjóð getum við svo sett enn meiri kraft í lyfjaþróunina. Við viljum halda utan um alla þætti í þróun og framleiðslu hliðstæðnanna og eru kaupin í byrjun júlí á starfsemi Ivers-Lee, sem sérhæfir sig í pökkun lyfja, liður í því.“ Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn Alvotech hafi á fyrri hluta ársins gert tvo samninga um aukið samstarf við Advanz Pharma um markaðssetningu í Evrópu á fjórum líftæknilyfjahliðstæðum sem eru í þróun. Þá var einnig gerður samningur við Dr. Reddy‘s Laboratories Ltd. um þróun, framleiðslu og markaðssetningu á fyrirhugaðri hliðstæðu en samningurinn felur í sér að félögin muni deila kostnaði og ábyrgð á þróun og framleiðslu hliðstæðunnar. Einnig var lokið við kaup á rannsóknarstarfsemi líftæknifyrirtækisins Xbrane í Stokkhólmi og lyfjahugviti tengdu fyrirhugaðri hliðstæðu við líftæknilyfið Cimzia. Þá sömdu forsvarsmenn félagsins við lánveitendur um að lækka vexti á langtímaskuldum og lækkar vaxtakostnaður Alvotech á fyrstu tólf mánuðunum eftir vaxtalækkunina um rúmar 8,2 milljónir dala. Það samsvarar um einum milljarði króna.
Alvotech Uppgjör og ársreikningar Líftækni Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira