Viðskipti innlent

Hagnaður fyrirtækja í sjávarútvegi eykst milli ára

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt sem hlutfall af heildartekjum jókst milli áranna 2010 og 2011.

Í fiskveiðum og -vinnslu hækkaði þetta hlutfall úr 28,9% í 30,3%. Í fiskveiðum lækkaði hlutfallið úr 26,6% árið 2010 í 26,4% af tekjum árið 2011 og í fiskvinnslu hækkaði það úr 16,1% og í 19,1%

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að hreinn hagnaður í sjávarútvegi í fyrra nam 22,6% af tekjum samanborið við 19,8% hagnað árið áður. Hagnaður var áfram á rekstri mjölvinnslu og á rekstri loðnuskipa í fyrra.

Heildareignir sjávarútvegs í árslok í fyrra voru 547 milljarðar króna, heildarskuldir 543 milljarður og eigið fé 105 milljarðar kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×